Home
Categories
EXPLORE
True Crime
Comedy
Business
Society & Culture
Sports
News
Health & Fitness
About Us
Contact Us
Copyright
© 2024 PodJoint
00:00 / 00:00
Sign in

or

Don't have an account?
Sign up
Forgot password
https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts211/v4/ba/79/08/ba7908f1-5c0c-377d-f9cd-2af1070318bd/mza_15471635969727596468.jpg/600x600bb.jpg
Bíófíklar
Bíófíklar Hlaðvarp
97 episodes
2 days ago
Hlaðvarp um bíódellu. Umsjónarmenn eru Kjartan Rúnarsson og Tómas Valgeirsson.
Show more...
TV & Film
RSS
All content for Bíófíklar is the property of Bíófíklar Hlaðvarp and is served directly from their servers with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Hlaðvarp um bíódellu. Umsjónarmenn eru Kjartan Rúnarsson og Tómas Valgeirsson.
Show more...
TV & Film
https://d3t3ozftmdmh3i.cloudfront.net/staging/podcast_uploaded_episode/41953243/41953243-1763370141856-97da330aa8691.jpg
Eyes Wide Shut (1999)
Bíófíklar
1 hour 3 minutes 22 seconds
1 month ago
Eyes Wide Shut (1999)

Svanasöngur leikstjórans Stanley Kubrick og í senn hans ‘bjartasta’ kvikmynd, í þeim skilningi að hún er uppfull af von um betri tíma. Þetta þykir sérlega umræðuvert af sögu sem dílar við hjónabandsbresti, tryggð, myrku öfl elítunnar og býður upp á eitt drungalegasta kynsvall fyrr eða síðar á hvíta tjaldinu.

Tom Cruise leggur í eitt stórfurðulegt og draumakennt ferðalag um “Oz” (eða réttar sagt martraðarkenndu útgáfuna af New York) þar sem hann mætir hverri viðreynslunni á eftir annarri og ógrynni af furðufuglum. Á meðan þessu stendur liggur hugur hans á því hvort hjónaband hans við Nicole Kidman sé raunverulega að gliðna í sundur eða hvort hægt verði að stíga yfir þennan erfiða hjalla.

Útkoman er vægast sagt lágstemmd en stórspennandi (en það er smekksatriði, vissulega…), eins og þeir Kjartan, Tommi og Atli Sigurjóns diskútera í þættinum að sinni. Þá ákvað Atli einnig að gefa hlustendum smá innsýn inn í sleggjudómana og volgu viðbrögðin sem myndin fékk um sumarið 1999 á meðan stærri málin koma líka til tals; eins og hvort Eyes Wide Shut teljist virkilega til jólamyndar… 

Lokið augunum fast og sperrið upp eyrun. 

Aðgangsorðið er ‘Fidelio’…. 


Efnisyfirlit:

00:00 - 1999

06:41 - Tom Cruise 

14:30 - Aðferðafræði Kubricks

25:51 - Ekki allra…

34:05 - “Traumnovelle”

38:40 - Viðreynslurnar í “Oz”

47:17 - Týndu tækifærin

57:47 - “Fyrirlestur um einkvæni”

Bíófíklar
Hlaðvarp um bíódellu. Umsjónarmenn eru Kjartan Rúnarsson og Tómas Valgeirsson.