
Í þessum þætti hittum við Uroš, 30 ára gamlan verkefnastjóra sem flutti frá Serbíu til Íslands sumarið 2003. Hann hefur lokið MSc-gráðu í verkefnastjórnun og starfar hjá Nemendaráðgjöf HÍ.
Uroš er mikill bókaunnandi og elskar bæði fræðilegan lestur og yndislestur. Hann hefur einnig brennandi áhuga á ræktinni og matargerð – sérstaklega eftir að hann fjárfesti í Airfryer! 😄
Vorið 2024 sótti hann Dale Carnegie-námskeiðið, þar sem hann fékk með sér dýrmæt verkfæri til að efla sjálfstraust sitt, standa fastar með sjálfum sér og tjá sig af öryggi. Hann segir að námskeiðið hafi hjálpað sér að bæta færni sína í kynningum, samskiptum og að takast á við streitu – sem hefur skilað sér í betri líðan og meiri árangri.
Í þættinum spjöllum við um áskoranir þess að vera útlendingur á Íslandi, hvernig Uroš hefur tekist á við fordóma með jákvæðu hugarfari og gert besta úr aðstæðum.
Hans skilaboð til þín?
Ekki hika við að taka af skarið, skrá þig á námskeið og stíga út fyrir þægindarammann – hvað er það versta sem gæti gerst?