
Í þessum líflega og hvetjandi þætti spjöllum við hana Ylfu Rán, laganema á þriðja ári við Háskóla Íslands. Ylfa er einstaklega drífandi manneskja sem lætur hvorki ADHD né lesblindu stoppa sig í að ná markmiðum sínum. Hún kláraði sitt fyrsta (en örugglega ekki síðasta!) Dale Carnegie námskeið í fyrra og fór beint í að vera aðstoðarmaður eftir það – sannkölluð fyrirmynd í að grípa tækifærin!
En hvers vegna myndi einhver sem er svona opin og félagslynd fara á Dale Carnegie námskeið?
Í þættinum deilir Ylfa reynslu sinni af námskeiðinu og hvernig það hefur styrkt hana enn frekar í samskiptum. Hún hefur sannarlega masterað listina að hefja og halda uppi samræðum við fólk!
Við spjöllum einnig um seigluna sem hún sýndi þegar hún tók menntaskólann á methraða, mikilvægi þess að sýna öðrum einlægan áhuga og kraftinn sem felst í jákvæðu hugarfari. Þvílíkur sólargeisli sem hún er!
Ef þú vilt fá innblástur, frábær ráð um samskipti og heyra frá einstakri manneskju sem lætur ekkert stoppa sig – þá er þessi þáttur fyrir þig!