
Erla Hlynsdóttir ræðir við Theódóru Björg sem var nauðgað ásamt samstarfskonu sinni af yfirmanni þeirra árið 2003. Þær voru báðar drukknar og voru drusluskammaðar í framhaldinu. Theódóra fór í geðrof og ákvað að flýja land. Henni hefur ofboðið umræða um þolendur að undanförnu og stígur því nú fram í fyrsta skipt undir nafni til að greina frá reynslu sinni en málið vakti mikla athygli á sínum tíma.