All content for Ein Pæling is the property of Thorarinn Hjartarson and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
#478 Ugla Stefanía Kristjönu- Jónsdóttir - "Er Snorri að segja að ég sé bara karlmaður?"
Ein Pæling
1 hour 32 minutes
1 month ago
#478 Ugla Stefanía Kristjönu- Jónsdóttir - "Er Snorri að segja að ég sé bara karlmaður?"
Þórarinn ræðir við Uglu Stefaníu Kristjönu- Jónsdóttur um transmálin á Íslandi. Fjallað er um hvernig umræðan hefur breyst, bakslagið, trans börn, hversu mörg kyn það séu, leikjafræði umræðunnar, afhverju transfólk er alltaf vinstrisinnað, hatursorðræðu, búningsklefamálin, hvort að trans konur eigi að vera í kvennaklefa í sundi, hormónameðferðir, stöðuna í Bandaríkjunum og Bretlandi og margt fleira.
Ugla segir að á Íslandi sé umræðan almennt betri en gengur og gerist erlendis þrátt fyrir að hafa versnað. Hún telur mikilvægt að viðhalda þeirri stöðu og til þess að gera það þurfi að eiga heilbrigðar samræður. Hún segir internetið valda því að varhugaverðir aðilar nái tökum á umræðunni sem að í kjölfarið auki skautun hjá báðum fylkingum.
- Telur Snorri Másson Uglu vera karlmann? - Eru hormónameðferðir afturkræfar? - Er hægt að sannfæra börn um að þau séu trans? - Hvað er hatursorðræða?