
Athafnakonan Katla Hreiðarsdóttir, betur þekkt sem Katla í Systur og makar, er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV.
Fyrir rúmlega ári síðan var Katla alvarlega að íhuga að hætta eftir sautján ára rekstur. Það voru erfiðir tímar, bróðir hennar var að berjast við illvígt krabbamein og hún var ólétt af þriðja barninu á stuttum tíma. Reksturinn var líka í lægð en það hefur verið krefjandi undanfarin ár að halda úti framleiðslu á Íslandi. En Katla vildi ekki gefast strax upp og þakkar hún Hrólfi bróður sínum heitnum fyrir að hafa hvatt hana áfram og minnt hana á hvað sé mikilvægt í þessu lífi.