
Í þessum þætti fjöllum við um fíkn og fíknisjúkdóminn, þar sem hún Elín Þórdís Meldal, áfengis og vímuefnaráðgjafi kom til okkar og spjallaði við okkur. Við höfum áður gefið út þátt sem fjallaði um vímuefnavanda en þá kom hún Svala Jóhannesdóttir, fjölskyldumeðferðarfræðingur og sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Heilshugar, til okkar. Það sem skilur þessa tvo þætti að er að í þessum þætti fórum við nánar út í fíknisjúkdóminn, hvað það þýðir, hvað er hægt að gera, bata og fleira.