
Þessi þáttur fjallar um vímuefnanotkun og vímuefnavanda. Við fengum til okkar hana Svölu Jóhannesdóttur fjölskyldumeðferðarfræðing og sérfræðing í skaðaminnkun hjá Heilshugar, til að miðla þekkingu sinni áfram. Farið verður yfir hvað vímuefnanotkun er og munurinn á því og vímuefnavanda, hvað skaðaminnkun er og margt fleira. Við viljum minna enn og aftur á að þetta hlaðvarp er til þess að miðla þekkingu á ýmsum geðrænum vanda, við viljum leggja áherslu á það að það getur verið að einhverjir tengi við það sem við segjum í þættinum. Við viljum benda á vefsíðuna www.gedfraedsla.is þar sem er hægt að finna frekari upplýsingar um ýmsar geðraskanir ásamt úrræðalista.