
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og rithöfundur, ræðir um nýútkomna bók sína, Síðasta formanninn. Titill bókarinnar vísar til afa Ásgeirs, Bjarna Jónsson, sem var síðasti hákarlaformaðurinn sem sótti út á Húnaflóa. Inn í þessa sögu ratar þó líka saga forfeðra og formæðra Ásgeirs, þættir í sjálfstæðisbaráttu Íslands, konunglegar heimsóknir og áhrif þeirra, tilraunir til að byggja upp þjóðmenningu, pólitískar atlögur og það hvernig Strandasýsla var í þungamiðju stjórnmála á millistríðsárunum, lífsskilyrði á svæðinu og margt fleira.