
Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt, umhverfisfræðingur, fagurkeri og snillingur með meiru kom í frábært spjall um fjölbreytt verkefni, heimili og hönnun. Hildur er að gera upp hótel í miðbænum, starfar sem arkitekt og er búin að búa sér til fallegt heimili með fjölskyldu sinni.
Hildur segir frá því hvernig hún heldur mörgum boltum á lofti samhliða því að hlúa vel að sjálfri sér meðal annars með því að kaupa sér blóm, njóta litlu augnablikanna, ferðast og rækta vináttu og sambandið við eiginmanninn.