All content for Samfélagið is the property of RÚV and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál. Netfang: samfelagid@ruv.is
Stjórnendur skíðasvæðisins í Bláfjöllum vonast til að opna skíðasvæðið um helgina, ef veður leyfir. Þar eru skíðalyftur sem henta jafnt byrjendum sem lengra komnum og auk þess hefur skíðagöngusvæðið farið ört stækkandi. Á þeim þremur árum sem snjóframleiðsla hefur verið þar hefur aðsóknin aukist mikið. Ástrós Signýjardóttir ræðir við Magnús Árnason, framkvæmdastjóra skíðasvæðisins, sem er spenntur fyrir komandi vetri. Vísindaspjallið verður á sínum stað í dag. Seinna í þættinum ætlar Edda Olgudóttir að kíkja við til að segja okkur aðeins frá tengslum efnafræði og matseldar – gæti komið sér vel í aðdraganda jóla. Við veltum líka aðeins fyrir okkur IKEA-jólageitinni. Meira um það á eftir. Við byrjum í Bláfjöllum.
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál. Netfang: samfelagid@ruv.is