All content for Ósýnilega fólkið is the property of Tal and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
#5 Ósýnilega fólkið - Nafnlaus heimilislaus maður 1
Ósýnilega fólkið
43 minutes 25 seconds
3 years ago
#5 Ósýnilega fólkið - Nafnlaus heimilislaus maður 1
Viðmælandi okkar í Ósýnilega fólkinu þessa vikuna hefur lifað tímana tvenna. Hann er fimmtugur í dag en byrjaði um 15 ára aldurinn í frekar harðri neyslu. Ævisaga hans til þessa er mjög ævintýraleg og jafnvel reyfarakennd á köflum. Hann vill þess vegna ekki koma fram undir nafni. Hann var á miklu heimshornaflakki með foreldrum sínum sem barn og bjó meðal annars í Ísrael og Pakistan þegar faðir hans starfaði fyrir Sameinuðu þjóðirnar í þá daga. Hann hafði alltaf gaman af því að teikna og fór einu sinni í myndskreytingarnám í New Jersey í Bandaríkjunum. Neyslan náði samt snemma yfirhöndinni á lífi hans enda hefur hann upplifað nokkuð stór áföll á lífsleiðinni. Faðir hans tók sitt eigið líf þegar viðmælandi minn var nítján ára gamall og það gerði eldri systir hans líka nokkrum árum síðar. Upp úr því festist hann í vítahring neyslu og afbrota og fór marga hringi inn og út af Litla hrauni á margra ára tímabili. Hann fluttist svo til Asíu til að breyta um umhverfi en neyslan fluttist með honum og hann lenti í margskonar vandræðum með sjálfan sig þar. Hann hefur ótal sinnum setið inni í Tælandi og var eitt sinn fangelsaður í Japan þegar hann var þáttakandi í smygli á fólki sem var skipulagt af írönskum glæpamönnum. Hann hefur í dag róast talsvert og finnst eins og neysla sín sé komin í betra jafnvægi. Hann hefur líka hætt öllum afbrotum eftir að hann komst á örorkulífeyri fyrir nokkrum árum síðan og líf hans er ekki jafn óreiðukennt og það var áður. En hann er heimilislaus og hefur verið það í nokkur ár. Fastagestur á gistiskýlinu og dreymir um að komast í einhverja varanlega lausn.