
Í þessum þætti fáum við Söndru frá snyrtistofunni Heilbrigð Húð í spjall.
Hún deilir með okkur sinni vegferð í snyrtigeiranum – frá fyrstu skrefunum yfir í það hvernig hún kynntist vörunum frá Dermalogica og hvaða áhrif þær höfðu á hennar vinnubrögð, nálgun og fagmennsku. Hlustaðu til að kynnast sögunni hennar og hvað liggur að baki þeirri ástríðu sem hún ber fyrir húðheilsu.