
Gestur vikunnar er Soffía Dögg Garðarsdóttir. Soffía Dögg er blómaskreytir og fagurkeri en er líklega þekktust fyrir að halda úti hinni geysivinsælu síðu Skreytum hús, en meðlimir síðunnar á Facebook eru rúmlega 85.000 talsins og rúmlega 21.000 á Instagram.
Í þættinum tölum við Soffía hinsvegar ekki um litapallettur eða nýjustu tískustrauma í innanhússhönnun, heldur köfum á dýpið og snertum á málefnum á borð við alkóhólisma og ófrjósemi.