Helgi Fannar og Kristján Óli gera upp íþróttaárið 2025.
Þáttur dagsins er að mestu helgaður viðskiptahlið íþróttanna og til að ræða þau mál mætir Sævar Þór Sveinsson, sem heldur úti síðunni Utanvallar.is.Í lok þáttar er Hörður Snævar Jónsson þá á línunni og fer hann yfir helstu fréttir úr vikunni sem er að líð.
Stefán Pálsson, sagnfræðingur og knattspyrnuáhugamaður með meiru, er gestur Helga Fannars í Íþróttavikunni þennan föstudaginn.Mohamed Salah, fjaðrafok í kringum Hlíðarenda og hrun Luton á skömmum tíma. Þetta og fleira í þættinum.
Það er þétt dagskrá í Íþróttavikunni þennan föstudaginn.Í fyrri hluta þáttar fær Helgi þá Andra Geir Gunnarsson og Vilhjálm Frey Hallsson, þáttastjórnendur hins geysivinsæla hlaðvarps Steve Dagskrá, í heimsókn. Þeir ræða helstu fréttir úr vikunni, leikina í enska boltanum og fleira til.Síðasta hálftímann eða svo er Magnús Már Einarsson, þjálfari karlaliðs Aftureldingar, í setti. Hann fer yfir tímabilið, framhaldið, nýjan samning og margt fleira.
Halldór Árnason er gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni þennan föstudaginn. Halldór ræðir tíma sinn hjá Breiðabliki og endanlokin þar, en fer einnig yfir helstu leiki og fréttir í vikunni.Hörður Snævar Jónsson er þá á línunni í lok þáttar. Hann var staddur á Old Trafford í upphafi vikunnar þegar Manchester United sýndi sína verstu frammistöðu í langan tíma.
Gestur Helga Fannars Sigurðssonar í þættinum er Kjartan Henry Finnbogason. Karlalandsliðið, Heimir Hallgrímsson, enski boltinn og fleira er á dagskrá.
Hrafnkell Freyr Ágústsson og Viktor Unnar Illugason eru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni í þetta skiptið.Landsleikurinn gegn Aserbaísjan er ítarlega gerður upp og horft er í komandi leik gegn Úkraínu. Þá er farið í helstu fréttir liðinnar viku.
Bjarni Helgason, íþróttablaðamaður á Morgunblaðinu, og Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, fóru yfir viðburðaríka fréttaviku.
Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs Fram, er gestur Helga Fannars þessa vikuna. Gerir hann upp tímabilið og horfir fram veginn.Hörður Snævar Jónsson fer þá yfir helstu fréttir vikunnar í síðari hluta þáttarins.
Edda Sif Pálsdóttir og Gunnar Birgisson, íþróttafréttamenn á RÚV, eru gestir Helga Fannars þessa vikuna, sem var ansi þétt er íþróttafréttir varðar.Þá er Matthías Vilhjálmsson í viðtali í síðasta hluta þáttarins, en hann er að leggja skóna á hilluna eftir leik Víkings við Val á morgun.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er gestur Helga Fannars í fyrri hluta þáttarins. Þar er farið yfir íslensku landsliðin, Bestu deildirnar og fleira til. Í seinni hlutanum er Freyr Alexandersson, þjálfari SK Brann, í ítarlegu viðtali frá Noregi.
Gylfi Þór Sigurðsson, besti landsliðsmaður í sögu Íslands, varð Íslandsmeistari með Víking fyrir rúmri viku síðan. Hann segir pressuna sem hann setti á sjálfan sig hafa verið þess virði og að síðustu dagar hafi verið ótrúlega skemmtilegir. Gylfi yfirgaf Val í febrúar með nokkrum látum, hann vildi burt og Víkingar voru reiðubúnir að borga metfé fyrir Gylfa. Hann stendur nú uppi sem Íslandsmeistari og gerir upp tímabilið í ítarlegu viðtali við 433.is.
Gestir Helga Fannars þessa vikuna eru Birkir Karl Sigurðsson og Leifur Þorsteinsson, stjórnendur hins geysivinsæla hlaðvarps Chess After Dark. Það er hitað upp fyrir mikilvæga leiki íslenska karlalandsliðsins, íslenska boltann, helstu fréttir og margt fleira.
Útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson er gestur Helga Fannars. Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson er á línunni í lok þáttar.
Mánudagsútgáfa af Íþróttavikunni þar sem farið er yfir helgina og horft í vikuna sem framundan er.
Helgi Fannar Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson gera upp vikuna og horfa í framhaldið í boltanum. Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður og leikmaður Brann, er þá á línunni og ræðir fyrstu mánuðina í Noregi, Evrópuævintýri og fleira til.
Jói Skúli gerði upp vikuna og Biggi ÍTF ræddi gul spjöld og leikbönn.
Gestur Helga í þættinum er Guðjón Pétur Lýðsson.
Gestir Helga Fannars í Íþróttavikunni eru þeir Kári Árnason og Jóhann Páll Ástvaldsson íþróttafréttamaður á RÚV.
Helgi Fannar og Bjarni Helgason á Morgunblaðinu ræða vonbrigði Íslands á EM, framhaldið og framtíð Þorsteins Halldórssonar í þjálfarastólnum