Birkir, Daði, Davíð og Þröstur fara allir út fyrir þægindarammann í þessum þætti og annaðhvort verður þetta besti þátturinn hingað til, eða sá versti, ef hann er einhversstaðar þar á milli, þá er hann bara vandræðalegur! Við munum setja kjánalegar klippur á instagram og TikTok úr þættinum. Það koma upp allsskonar spuna aðstæður í þessum þætti sem við þurfum að klóra okkur út úr eins og: Rosalega slappur Chewbacca fer á Húð og Kyn, Freddy Krueger leitar að bók á bókasafni, The Mandalorian mætir í kynlífsleikfangaverslun, Michael Jackson á vændishúsi og margt fleira kjánalegt!
Takmarkið er að annar aðilinn hlægji í miðjum spuna og missir þá af stiginu sem er í boði.
Pé ess, það er slatti af „safa“ í hópnum í þessum þætti, jafnvel miklu meiri í sumum en öðrum, og þess má geta að enginn af okkur er útskrifaður af leiklistarbraut 🫣
Show more...