Í þessum þætti förum við yfir hvernig er best að ferðast innanlands og erlendis með börn. Við deilum reynslunni, góðum ráðum og sögum úr okkar ferðum! Ef þú ert ekki að fara ferðast á næstunni lofum við samt góðri skemmtun.
Við förum yfir meðgöngurnar okkar, skemmtilegar sögur og hvað okkur fannst must að taka með og eiga fyrstu daganna eftir fæðingu.
Í þessum kynningarþætti segjum við ykkur frá okkur, afhverju við byrjuðum með þetta podcast og hvað þið getið átt von á í komandi þáttum. Bíddu bara er mömmu hlaðvarp þar sem tvær vinkonur blaðra opinskátt um allt sem fylgir foreldrahlutverkinu.