All content for Gagnaverið hlaðvarp is the property of Vísir and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Gagnaverið er hlaðvarp um tækni og ýmsa króka og kima tengd tækni.
Þriðji og næst síðasti þátturinn um samfélagsmiðlana. Í þættinum í dag verður fjallað um pólitísku hliðina á samfélagsmiðlum, Cambridge Analytica, hvernig flokkar nýta sér samfélagsmiðla, fake news og svo margt fleira.
Í þættinum í dag er rætt um ritskoðun á samfélagsmiðlum, cancel culture og hvernig samfélagsmiðlar ná að sérsníða efnið að okkur. Gestur þáttarins var Arnór Steinn Ívarsson, félagsfræðingur, en hann var einnig gestur síðasta þáttar.
TRIGGER WARNING - Þátturinn inniheldur umræðu um OnlyFans
Fyrsti þáttur af þremur um samfélagsmiðla. Ræddum við Arnór Stein Ívarsson um samfélagsmiðla fortíðarinnar, áhrifavalda og OnlyFans. Hvað er þetta OnlyFans og er það skref í rétta átt? Hvað varð um MySpace? Hvað er málið með áhrifavalda í dag? Svörum þessum spurningum og fleirum í þættinum í dag.
Í þættinum í dag ræðum við gervigreind, bæði hvað hún er á einföldu máli, hvað hún býður upp á og svo samfélags- og siðfræði hennar. Viðmælendur þáttarins voru Saga Úlfarsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir.
Í þættinum í dag verður farið yfir 5G og hvaða áhrif það mun hafa á líf fólks. Um hvað snúast deilurnar milli Bandaríkjanna og Kína? Hversu mikil breyting er þetta frá 4G og 3G? Þurfum við ljósleiðara?