
Gervigreind er á allra vörum en skiljum við hana í raun og veru?
Velkomin í fjórða þáttinn af hlaðvarpinu okkar, Gervigreind!
Í þessum þætti ræða Sverrir Heiðar Davíðsson og Pétur Már Sigurðsson um algengar mýtur og misskilning varðandi gervigreind.
Í þættinum ræða þeir meðal annars um:
- Er ChatGPT að læra af samtölunum þínum og hefur það áhrif á svörin sem þú færð?
- Af hverju skýr og góð samskipti við gervigreind eru oft mun mikilvægari en flókin kvaðning (e. prompt)
- Getur ChatGPT komið með frumlegar hugmyndir eða er hún bara að endurtaka það sem hún hefur séð áður?
- Áhrif gervigreindar á störf okkar, samfélagið í heild sinni og hvernig framtíðin gæti litið út
Tæknimaður: Kristján Gíslason
Editor: Sindri Þór Grétarsson