Hver er ég ef ekki starfið mitt?
Sverrir fær til sín Vagn, heimspeking og Bolvíking, til að ræða hliðar gervigreindar sem sjaldnar er talað um: Þá mannlegu, sálfræðilegu og heimspekilegu.
Við ræðum „verufræðilegt áfall“ (e. ontological shock) og hvernig við bregðumst við þegar heimsmyndin okkar brotnar. Hvað stendur eftir þegar gervigreindin leysir verkefnin okkar af hólmi?
Í þættinum er farið yfir:
3 svefnlausar nætur: Ethan Mollick og áfallið sem fylgir því að átta sig raunverulega á stöðunni.
Hver er ég? Mörg okkar skilgreina tilgang sinn út frá vinnu. Hvað gerist þegar því er ógnað?
Kópíum og afneitun: Við ræðum frasann „Gervigreind tekur ekki starfið þitt, manneskja með gervigreind gerir það“ – er þetta bara leið til að halda okkur rólegum?
Góður smekkur vs. „Slop“: Þegar hver sem er getur búið til hvað sem er, verður góður smekkur þá verðmætasta auðlindin?
FOMO og kvíði: Hvernig stanslaus straumur frétta getur skapað óöryggi og hvernig við þurfum að velja og hafna.
Lausnin: Hvað getum við lært af Viktor Frankl og stóuspeki? Hvernig breytum við kvíða í spenning og náum stjórn á viðhorfi okkar?
Að venju gefum við efnið út ókeypis og án auglýsinga. Ef þú ert að fá virði úr þættinum, sendu hann áfram á einhvern sem myndi líka hafa gaman af. Það hjálpar okkur gríðarlega.
Ef þig langar að læra að nota þessi verkfæri og minnka bilið, kíktu þá á námskeiðin okkar: javelin.is/courses
Tæknimaður: Pétur Már Sigurðsson
Klipping og eftirvinnsla: Sindri Þór Grétarsson
Er „skýið“ að fara út í geim?
Í þessum þætti kafa Sverrir Heiðar Davíðsson og Pétur Már Sigurðsson ofan í eina villtustu hugmynd tæknigeirans í dag: Að flytja gagnaverin út fyrir gufuhvolfið.
Við ræðum verkefni á borð við Project Suncatcher og Project Natick og veltum fyrir okkur hvort þetta sé raunhæft eða bara sci-fi draumar ríkustu manna heims.
Í þættinum er farið yfir:
Gagnaver í geimnum: Hvers vegna vilja Google og fleiri senda tölvur út í geim? Við skoðum kosti sólarorku á sporbaug og lækkandi kostnað við geimskot þökk sé SpaceX.
Hvernig kælir maður tölvu í lofttæmi? Það hljómar eins og geimurinn sé kaldur, en það er flókið að losna við hita þar. Við ræðum geislun, vatnskælingu og risastórar snúrur.
Geimsópar og árekstrar: Hvað gerist ef gagnaverið klessir á gervihnött? Við útskýrum Kessler syndrome og hættuna á keðjuverkun árekstra í geimnum.
Project Natick: Þegar Microsoft sökkti gagnaveri ofan í sjó. Hverjir voru kostirnir við að geyma gögnin á sjávarbotni og er ekkert ryk í sjónum?
Ísland og orkumálin: Gætum við nýtt varmann frá gagnaverum betur, t.d. í hitaveituna, eða erum við að verða uppiskroppa með rafmagn?
Að venju gefum við efnið út ókeypis og án auglýsinga. Ef þú ert að fá virði úr þættinum, sendu hann áfram á einhvern sem myndi líka hafa gaman af. Það hjálpar okkur gríðarlega.
Ef þig langar að læra að nota þessi verkfæri, kíktu þá á námskeiðin okkar:👉 javelin.is/courses
Tæknimaður: Vagn Margeir SmeltKlipping og eftirvinnsla: Sindri Þór Grétarsson
Er gervigreind að fara að taka yfir heiminn?
Í þessum þætti kafa Sverrir Heiðar Davíðsson og Pétur Már Sigurðsson ofan í stærstu spurninguna af öllum: Hvert er gervigreindin að stefna? Erum við á leiðinni í útópíu eða dystópíu – eða verður þetta kannski bara „fínt“?
Við ræðum muninn á AGI (Artificial General Intelligence) og ASI (Artificial Super Intelligence) og skoðum þrjár ólíkar sviðsmyndir sem sérfræðingar heimsins eru ósammála um. Allt frá útópískri framtíð þar sem öll vandamál eru leyst, yfir í dökkar spár um endalok mannkyns.
Í þættinum er farið yfir:
Að venju gefum við efnið út ókeypis og án auglýsinga. Ef þú ert að fá virði úr þættinum, sendu hann áfram á einhvern sem myndi líka hafa gaman af. Það hjálpar okkur gríðarlega.
Ef þig langar að læra að nota þessi verkfæri, kíktu þá á námskeiðin okkar:
Tæknimaður: Vagn Margeir Smelt
Klipping og eftirvinnsla: Sindri Þór Grétarsson
Bylting í myndsköpun og Nano Banana
Myndir segja meira en þúsund orð, en hvað gerist þegar tölvur búa þær til?Í þessum þætti kafa Sverrir Heiðar Davíðsson og Pétur Már Sigurðsson ofan í heim myndsköpunar með gervigreind. Þeir ræða ótrúlega þróun síðustu ára, allt frá fyrstu tilraunum DALL-E til nýjustu tækni Google sem ber hið stórfurðulega nafn „Nano Banana“.Það er áhugavert að sjá hvernig bilið á milli ímyndunarafls og veruleika er að minnka.
Í þættinum er farið yfir:
Hvaðan nafnið Nano Banana kemur og hvers vegna líkanið er svona öflugt.
Hvernig þekkum við gervigreindarmyndir og myndbönd í dag (og hvers vegna það er að verða ómögulegt).
SynthID tæknina frá Google sem felur ósýnileg vatnsmerki í pixlum.
Djúpfalsanir (Deepfakes), siðferðislegar spurningar og áhrif á lýðræðið.
Áhrif gervigreindar á listamenn: Er verðmæti listarinnar að minnka eða tækifærin að aukast?.
Hvernig nýjustu módelin skilja samhengi, texta og breytingar betur en nokkru sinni fyrr.
Að venju gefum við efnið út ókeypis og án auglýsinga. Ef þú ert að fá virði úr þættinum, sendu hann áfram á einhvern sem myndi líka hafa gaman af. Það hjálpar okkur gríðarlega.
Ef þig langar að læra að nota þessi verkfæri, kíktu þá á námskeiðin okkar:👉 javelin.is/courses
Tæknimaður: Vagn Margeir SmeltKlipping og eftirvinnsla: Sindri Þór Grétarsson
Google er leiðandi í AI-kapphlaupinu.
Í þessum þætti kafa Sverrir Heiðar Davíðsson og Pétur Már Sigurðsson ofan í það sem gerðist í fyrradag þegar Google gaf út Gemini 3 og kom sér vel fyrir á toppinum þegar kemur að bestu gervigreindarlíkönunum.
Það er fátt jafn skemmtilegt og þegar tæknirisi tjaldar öllu til - og það var einmitt að gerast.
Í þættinum er farið yfir:
Gemini 3 og hvers vegna þetta er risastórt stökk
Hvernig DeepMind eiga heiðurinn að mörgum stærstu uppgötvunum síðustu áratuga
Hvers vegna Google er allt í einu aftur á toppnum í gervigreind
Forskot Google á öllum sviðum gervigreindarinnar
Hvað breyttist fyrir forritara, fyrirtæki og samkeppnisumhverfið í gervigreind
Að venju gefum við efnið út ókeypis og án auglýsinga. Ef þú ert að fá virði úr þættinum, sendu hann áfram á einhvern sem myndi líka hafa gaman af. Það hjálpar okkur gríðarlega.
Ef þig langar að læra að nota þessi verkfæri, kíktu þá á námskeiðin okkar:
Tæknimaður: Vagn Margeir Smelt
Klipping og eftirvinnsla: Sindri Þór Grétarsson
Er gervigreind bara bóla?
Í fimmta þætti hlaðvarpsins Gervigreind ræða Sverrir og Pétur um nýjustu vendingarnar í heimi gervigreindar.
Í þættinum fara þeir m.a. yfir:
- Erum við stödd í gervigreindarbólu?
- ChatGPT Apps: Ný leið til að leyfa ChatGPT að tengjast ytri þjónustum
- Sora 2 : Nýr AI samfélagsmiðill sem hefur fengið viðurnefnið “SlopTok”
- AgentKit: verkfæri til að smíða sín eigin verkflæði
- OpenAI opnar fyrir gerð erótísks efnis í ChatGPT
- Samstarf OpenAI og Broadcom um nýja örgjörva
Og margt margt fleira…
Við erum líka á öllum helstu samfélagsmiðlum, endilega fylgið okkar á LinkedIn, Facebook og Instagram til þess að fylgjast með öllu því helsta sem er að gerast í heimi gervigreindar!
Editor: Sindri Þór Grétarsson
Gervigreind er á allra vörum en skiljum við hana í raun og veru?
Velkomin í fjórða þáttinn af hlaðvarpinu okkar, Gervigreind!
Í þessum þætti ræða Sverrir Heiðar Davíðsson og Pétur Már Sigurðsson um algengar mýtur og misskilning varðandi gervigreind.
Í þættinum ræða þeir meðal annars um:
- Er ChatGPT að læra af samtölunum þínum og hefur það áhrif á svörin sem þú færð?
- Af hverju skýr og góð samskipti við gervigreind eru oft mun mikilvægari en flókin kvaðning (e. prompt)
- Getur ChatGPT komið með frumlegar hugmyndir eða er hún bara að endurtaka það sem hún hefur séð áður?
- Áhrif gervigreindar á störf okkar, samfélagið í heild sinni og hvernig framtíðin gæti litið út
Tæknimaður: Kristján Gíslason
Editor: Sindri Þór Grétarsson
Hefur þú velt því fyrir þér hvernig framtíðin með gervigreind mun líta út þegar hún fer sjálf að vinna verkefni fyrir okkur?
Velkomin í þriðja þáttinn af hlaðvarpinu okkar, Gervigreind!
Í þessum þætti ræða Sverrir Heiðar Davíðsson og Pétur Már Sigurðsson um erindrekar (e. Agents). Í þættinum ræða þeir meðal annars um:
- Hvað erindrekar eru og af hverju þeir eru orðnir svona heitt umræðuefni
- Hvernig þeir virka og helstu hugmyndir á bakvið þá
- Nýjustu lausnirnar sem eru í boði í dag
- Tækifæri, áskoranir og framtíðarsýn erindreka
Tæknimaður: Kristján Gíslason
Editor: Sindri Þór Grétarsson
Hvað á ég að ráðleggja börnum mínum að gera eða læra í skóla með tilkomu gervigreindar?
Hvernig geta foreldrar nýtt sér gervigreind í uppeldi barna?
Velkomin í annan þátt af hlaðvarpinu okkar, Gervigreind!
Í þessum þætti ræða Sverrir Heiðar Davíðsson og Pétur Már Sigurðsson um gervigreind fyrir foreldra. Í þættinum ræða þeir meðal annars um:
Tæknimaður: Kristján Gíslason
Editor: Sindri Þór Grétarsson