
Google er leiðandi í AI-kapphlaupinu.
Í þessum þætti kafa Sverrir Heiðar Davíðsson og Pétur Már Sigurðsson ofan í það sem gerðist í fyrradag þegar Google gaf út Gemini 3 og kom sér vel fyrir á toppinum þegar kemur að bestu gervigreindarlíkönunum.
Það er fátt jafn skemmtilegt og þegar tæknirisi tjaldar öllu til - og það var einmitt að gerast.
Í þættinum er farið yfir:
Gemini 3 og hvers vegna þetta er risastórt stökk
Hvernig DeepMind eiga heiðurinn að mörgum stærstu uppgötvunum síðustu áratuga
Hvers vegna Google er allt í einu aftur á toppnum í gervigreind
Forskot Google á öllum sviðum gervigreindarinnar
Hvað breyttist fyrir forritara, fyrirtæki og samkeppnisumhverfið í gervigreind
Að venju gefum við efnið út ókeypis og án auglýsinga. Ef þú ert að fá virði úr þættinum, sendu hann áfram á einhvern sem myndi líka hafa gaman af. Það hjálpar okkur gríðarlega.
Ef þig langar að læra að nota þessi verkfæri, kíktu þá á námskeiðin okkar:
Tæknimaður: Vagn Margeir Smelt
Klipping og eftirvinnsla: Sindri Þór Grétarsson