
Hlöðver Guðnason byrjaði merkilega fullorðinn í golfi miðað við að hann sé PGA golfkennari og lágforgjafar keppniskylfingur. Hann segir okkur söguna af því hvernig hann byrjaði og hvernig ferlið var að lækka sig niður undir 5 í forgjöf.
Við ræðum námskeið sem hann kennir í Golfstöðinni þar sem blandað er saman golfkennslu og líkamsrækt fyrir 60 ára og eldri.
Í PGA náminu einbeitti Hlöðver sér sérstaklega að þjálfun eldri kylfinga með stoðkerfisvanda og segir okkur aðeins frá lokaverkefninu sem var um það.
Hann sjálfur hefur góða reynslu af líkamsrækt fyrir golfið og hefur með henni haldið sér í góðum kylfuhraða og átti sennilega sitt besta golftímabil í sumar.
Eftirtaldir aðilar styðja við hlaðvarpið:
- Matland
- Hverslun
- Suitup
- Hreysti