
Gestur þáttarins er Ragga Kristins atvinnukylfingur. Hún fer yfir TPI Hreyfigreiningar sem hún hefur farið í, fyrst fyrir tveimur árum og svo sama dag og þátturinn var tekinn. Við ræðum niðurstöðurnar, hvernig hún æfir sig bæði í ræktinni og hvernig hún æfir sig í golfi. Ragga gefur okkur góða innsýn inní hennar tölur, markmið og áherslur í æfingum. Við förum talsvert á dýptina varðandi kylfuhraða, styrktaræfingar ofl.