Í þessum þætti gera þeir félagar, Björn og Kjartan, upp árið sem var að líða. Var 2025 eingöngu ár vonbrigða eða er hægt að tala um einhverja sigra sem skiptu máli? Hvað þarf að gerast á þessu ári til þess að það einkennist af sigrum í stað vonbrigða? Einnig er farið yfir skemmtilega tölfræði um hlaðvarpið sjálft og hlustendum færðar kærar þakkir fyrir árið sem var að líða.
Í þessum þætti er meðal annars fjallað um 25 punkta stýrivaxtahækkun í Japan og eru vextir þar í landi nú þeir hæstu í 30 ár, en þó aðeins 0,75%. Fjárfestar hafa miklar áhyggjur haft af stýrivaxtahækkuninni, enda orsakaði slík hækkun einn versta dag síðustu ára í ágúst í fyrra. Margt fleira er þó fjallað um, bæði af jákvæðum og neikvæðum toga, til að mynda er farið yfir fyrsta árið hjá Donald Trump á þessu kjörtímabili. Þá fer Björn yfir þó nokkrar fréttir. Þetta og margt fleira í þessum þætti.
Í þessum þætti er rætt um stýrivaxtalækkun í USA, en eins og spár gerðu ráð fyrir voru þeir lækkaðir um 0,25%. Þrátt fyrir lækkun er rafmyntamarkaðurinn áfram lágstemmdur og hræðsla er enn ráðandi tilfinning á markaðnum. Í þessum þætti var einnig rætt talsvert um hvernig rétt væri að meta fyrsta ár Trump í forsetaembættinu með tilliti til rafmynta. Þá var einnig vikið að stöðu Strategy og fjallað um óstaðfestan orðróm þess efnis að JP Morgan sé með verulega skortstöðu gegn Strategy.
Markaðurinn heldur áfram að vera heldur lágstemmdur en Bitcoin strögglar við að halda sér yfir 90k. Miklar áhyggjur hafa skapast um hvort Strategy verði mögulega þvingað til að selja hluta af BTC forða sínum. Þeir félagar, Kjartan og Björn, fjalla um þetta mál og komast að þeirri niðurstöðu að líklega sé ekki grundvöllur fyrir þessum áhyggjum eins og sakir standa. Á hinn bóginn tók markaðurinn vel í fréttir um að 11 biljón (e. trillion) dollara risinn Vanguard, sem hefur lengi verið þekktur fyrir andstöðu sína gagnvart rafmyntum hefur loksins gefið grænt ljós á rafmyntafjárfestingar. Þetta og margt fleira í þessum þætti.
Í þessum þætti halda þeir félagar, Björn og Kjartan, áfram að ræða sveiflur síðustu vikna og greina þær frekar. Einnig er fjallað um áhugaverðar fréttir sem hafa ekki farið hátt, en eru þó sannarlega mikilvægar. Sjónarmiðum um að hið versta sé að baka er teflt fram og rök færð fyrir því, meðal annars að fastlega er gert ráð fyrir stýrivaxtalækkun í USA í desember og að fyrir liggur að seðlabankinn þar í landi mun láta af aðhaldsaðgerðum frá og með 1. desember næstkomandi. Einnig er bókahornið tekið fyrir og margt fleira í þessum þætti.
Í þessum þætti halda þeir félagar, Björn og Kjartan, áfram að ræða látlausar lækkanir rafmyntamarkaðarins, en Bitcoin var hársbreidd frá því að falla undir 80.000$ í vikunni. Megináhersla var lögð á að greina ástæður þessa verðhruns, en óhætt er að segja að fæstir greinendur hafi séð eitthvað í líkingu við þetta fyrir. Ýmsar tilgátur hafa þó verið settar fram og var fjallað um nokkrar af þeim og lagt mat á þær.
Eftir lengstu lokun í sögu hins opinbera í Bandaríkjunum tók það aftur til starfa á miðvikudaginn, eftir 43 daga lokun. Langflestir markaðsgreinendur gerðu ráð fyrir að markaðir myndu bregðast við með hækkunum en raunin varð þvert á móti. Bitcoin féll aftur undir 100k og í þetta skiptið kröftuglega, eða niður í 94.000$. Þá fór Ethereum nálægt 3.000$ og Solana fór undir 140$. Í þættinum þá halda þeir félagar, Björn og Kjartan, áfram samtali um hvort sannarlega sé bjarnarmarkaður skollinn á. Eins og sakir standa getur brugðið til beggja vona og ljóst er að falli Bitcoin mikið neðar verður það ekki lengur spurning heldur staðreynd að við séum sannarlega mætt í enn annan bjarnarmarkaðinn.
Óhætt er að segja að nautin hafi mátt muna fífil sinn fegurri á rafmyntamarkaðnum undanfarnar vikur og glæstar vonir rafmyntafjárfesta um síðasta fjórðung þessa árs hanga á bláþræði eftir látlausar lækkanir. Bitcoin er í þessum rituðu orðum rétt tæplega 102.000$ eftir rúmlega 20% fall frá toppnum og lítur út fyrir að 100k múrinn gæti fallið aftur á næstu dögum. Þá hafa aðrar rafmyntir farið mun verr út úr dýfunni. Í þessum þætti fjalla þeir félagar, Kjartan og Björn, um hvað veldur og hvort meira af því sama sé í vændum eða hvort markaðurinn sé mögulega að ná að spyrna í botninn á næstunni.
Í þessum þætti er fjallað um ákvörðun Seðlabanka Bandaríkjanna um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig, niður í 3,75-4,00% og af hverju markaðurinn brást skömmu síðar við með talsverðum lækkunum. Þá er vikið að samskiptum Bandaríkjaforseta og forseta Kína sem markaðurinn fylgist grannt með og farið yfir það hvort vænta megi samkomulags milli ríkjanna þar sem Bandaríkin slaka á tollum gagnvart Kína og Kína veitir sömuleiðis greiðara aðgengi að sjaldgæfum jarðmálmum. Stóra rafmyntafrétt vikunnar var hins án efa sú að nú hefur bandaríska verðbréfaeftirlitið, SEC, veitt samþykki fyrir SOL kauphallarsjóð og hefur hann farið vel af stað, þótt ekki sjáist merki þess enn sem komið er á gengi SOL. Þetta og margt fleira í þessum þætti!
Bitcoin hefur haldið velli sæmilega vel, 100k múrinn hefur haldið samfleytt frá verðfallinu 10. október síðastliðinn. Einn stjórnarmeðlimur í stjórn Seðlabanka Bandaríkjanna flutti ræðu í byrjun vikunnar þar sem hann fjallaði mjög jákvætt um crypto markaðinn og bálkakeðjutæknina og hefur markaðurinn brugðist vel við. Þá náðaði Donald Trump CZ, fyrrverandi forstjóra Binance í vikunni og hafa verið skiptar skoðanir á ágæti þeirrar ákvörðunar. Ljóst er að þangað til hið opinbera í Bandaríkjunum hefur störf að nýju verður nokkur bið eftir því að kauphallarsjóðir fyrir aðrar rafmyntir en Bitcoin og Ethereum verði starfræktir. Þetta og margt fleira í þessum þætti.
Á föstudagskvöldið 10. október síðastliðinn, í kjölfar þess að Donald Trump tilkynnti á Truth Social að vænta mætti 100% tolla á Kína, átti sér stað einhver svakalegasti atburður í sögu rafmyntamarkaðarins. Bitcoin stóð af sér storminn ágætlega og hélt velli yfir 100.000$ genginu og að einhverju leyti má segja það sama um Ethereum og Solana, þótt gengi þeirra mynta hafi lækkað talsvert meira. Aftur á móti lækkuðu aðrar rafmyntir en framangreindar með svo svakalegum hætti að eina orðið sem nær utan um það er algjört hrun, a.m.k. tímabundið, en þær lækkuðu flestar á bilinu 60-80% þegar sem mest lét. Í þessum þætti er gott sem eingöngu fjallað um þennan atburð, hvað nákvæmlega gerðist og af hverju það gerðist og því næst leitast við að svara spurningunni: Er bjarnarmarkaður skollinn á?
Þessi þáttur var tekinn upp í hádeginu, föstudaginn 10. október 2025. Fyrr í vikunni hafði Bitcoin náð nýjum hæðum í rétt rúmlega 126.000$. Kvöldið eftir að þátturinn var tekinn fékk rafmyntamarkaðurinn, og þá sér í lagi aðrar rafmyntir en Bitcoin, að kynnast allra hrottalegustu dýfu síðari tíma eftir tilkynningu Trumps um 100% tolla á Kína. Þegar þetta er ritað hefur markaðurinn jafnað sig talsvert, en þó ekki nærri því að fullu. Þessi þáttur fjallar eins og gefur að skilja ekki um það, þar sem þeir atburðir voru þá enn óorðnir, en það verður viðfangsefni næsta þáttar. Í þessum þætti velta Björn og Kjartan hins vegar fyrir sér þeirri spurningu hvort rafmyntamarkaðurinn sé að nálgast ofhitnun, hvað rekstrarstöðvun hins opinbera í USA þýði fyrir rafmyntamarkaðinn og margt fleira.
Í þessum þætti tók athafnamaðurinn, Bergþór Másson, hús á okkur og við áttum gott samtal. Bergþór hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum undanfarið fyrir hugrakka ákvörðun um að selja fasteign sína og kaupa Bitcoin í staðinn, en hann fjallaði meðal annars um þá ákvörðun í þættinum Ísland í dag. Í þættinum rekur Bergþór bakgrunn sinn og sögu og fer yfir hvað varð til þess að hann komst að þeirri niðurstöðu að fjárfesta í Bitcoin. Einnig er fjallað um ýmsa strauma og stefnur í samfélaginu og reynt að setja Bitcoin í samhengi við samfélagið í víðara samhengi en bara sem góða fjárfestingu. Við mælum eindregið með hlustun.
Í þessum þætti kíkti stórvinur okkar og Bitcoin sérfræðingurinn Víkingur Hauksson í stúdíóið og fjallaði listilega um viðfangsefni sem hefur verið honum mjög hugleikið undanfarin 3 ár: Vöxtur Bitcoin samkvæmt veldislögmáli. Sjón er sögu ríkari og mælum við eindregið með áhorfi, ekki eingöngu hlustun. Víkingur sýnir gröf sem benda til þess að Bitcoin vaxi samkvæmt veldislögmáli, ekki aðeins með tilliti til verðs heldur einnig annarra þátta. Með hefðbundnum fyrirvörum má styðjast við þessi gröf til að álykta um verðþróun framtíðarinnar og fá vísi að svörum við áleitnum spurningum á við hvenær Bitcoin nær 1.000.000$.
Í þessum þætti er fjallað um lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum, en markaðir hafa brugðist vel. S&P500 vísitalan er í hæstu hæðum, og helstu rafmyntir nálgast sömuleiðis hæstu hæðir. Solana heldur áfram að gera gott mót og má rekja það talsvert til skráðra fyrirtækja á markaði sem eru að kaupa SOL, svokallaðra SOL Treasury Companies. Þá er að sjálfsögðu fjallað um helstu fréttir og farið yfir stöðuna almennt á rafmyntamarkaði.
Septembermánuður hefur tvímælalaust farið betur af stað en margir þorðu að vona. Aðrar rafmyntir en Bitcoin hafa staðið sig vel og ber þar helst að nefna Solana, þótt segja megi að flestar af helstu myntunum hafi hækkað talsvert frá byrjun mánaðar. Í þessum þætti er sjónum einkum beint að jákvæðri atburðarás fyrir Solana og Björn fjallar um af hverju hann reiknar með auknu fjármagnsflæði inn í Solana kerfið.
Í þessum þætti er ágústmánuður gerður upp og gerð grein fyrir forsendum septembermánaðar eins og þær blasa við Birni og Kjartani, en í sögulega samhengi hafa þessir tveir mánuðir verið þeir slökustu á rafmyntamörkuðum. Einnig er fjallað ítarlega um nýjasta framtak Trump fjölskyldunnar í heimi rafmynta; World Liberty Financial (WLFI) og Björn gefur óhlutdrægt álit á því verkefni og hvort WLFI tókenið sé fjárfesting sem vert er að athuga nánar.
Eftir erindi Jerome Powell í Jackson Hole 22. ágúst síðastliðinn eru greiningaraðilar sannfærðir um að vænta megi 25 punkta vaxtalækkun um miðjan september. Markaðurinn brást við með miklum hækkunum og náði Ethereum hæstu hæðum, eða rétt tæplega 5000$ og Solana hefur haldið sér yfir 200$. Bitcoin hefur hins vegar sigið niður frá því að það náði hæstu hæðum í um 124.000$ og vilja margir meina að það sé að miklu leyti rakið til þess að gömul veski hafi verið að selja talsvert magn af Bitcoin. Í þessum þætti ræða þeir félagar Björn og Kjartan hvernig atburðarás síðustu vikna blasir við þeim og hvernig haustið leggst í þá, ekki síst með tilliti til annarra rafmynta en Bitcoin.
Guðlaugur Steinarr Gíslason, fjármálahagfræðingur og fjárfestingastjóri hjá Visku Digital Assets, fjallar um þróun Bitcoin og bálkakeðjutækninnar síðustu ár og hvernig staða og hlutverk rafmynta er óðum að vaxa og styrkjast í fjármálalífi heimsins í dag. Guðlaugur fjallar um hvernig Bitcoin hefur þroskast og færir rök fyrir því af hverju hann telur ólíklegt að við sjáum bjarnarmarkaði endurtaka sig með jafn ýktum hætti og við höfum hingað til kynnst í sögu. Einnig er fjallað um hlutverk og tækifærin í bálkakeðjutækninni umfram Bitcoin og margt fleira.
Verðbólgutölur í Bandaríkjunum (CPI) komu betur út en spár gerðu ráð fyrir og brugðust markaðir vel við og greiningaaðilar reikna nú með stýrivaxtalækkun í september. Rafmyntir hafa staðið sig vel það sem af er ágúst, en óhætt er að segja að engin eign hefur haft tærnar þar sem ETH hefur hælana síðustu vikur og nálgast myntin nú óðfluga hæstu hæðir frá nóvember 2021. Í þessum þætti ræða þeir félagar sérstaklega velgengni Ethereum og spá í spilin um markaðinn í heild sinni.