
Þessi þáttur er upptaka af opnum umræðufundi um menntamál gagnvart blindum og sjónskertum. Fjölbreyttur hópur sótti fundinn með hjálp fjarfundarbúnaðar og líflegar umræður sköpuðust. Í pallborði voru þau Ágústa Eir Gunnarsdóttir, Eyþór Kamban Þrastarson, Hlynur Þór Agnarsson, Íva Adrichem og Már Gunnarsson.