Í þessum jólaþætti Hljóðbrots heyrum við jólakveðju formanns Blindrafélagsins, Sigþórs U. Hallfreðssonar, lítum yfir farinn veg í því helsta sem við tókum fyrir á árinu og heyrum nokkur vel valin jólalög, leikin á píanó af Theodór Helga Kristinssyni, félaga í Blindrafélaginu. Gleðileg jól öll sömul!
Í þessum þætti heyrum við viðtal sem Hlynur Þór tók við Ólaf Þór Jónsson, félagsmann í Blindrafélaginu til margra ára.
Í þessum þætti ræðum við um Hljóðbókasafn Íslands, förum yfir sögu þess og stofnun, hlutverk og fyrirkomulag, núverandi stöðu og yfirvofandi innleiðingu safnsins inn í Landsbókasafn Íslands ásamt Kvikmyndasafni Íslands. Viðmælendur í þættinum eru Gísli Helgason, félagsmaður í Blindrafélaginu, tónlistamaður og hljóðbókaútgefandi, Marín Guðrún Hrafnsdóttir, forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands og Snævar Ívarsson, framkvæmdastjóri félags lesblindra.
Í þessum þætti tökum við Ívu Adrichem, félaga í Blindrafélaginu, í spjall og kynnumst henni nánar.
Í þessum þætti ræðir Már Gunnarsson við Sam Seavey, sem er best þekktur fyrir YouTuber rás sína, The Blind Life. Sam var nýlega á Íslandi, heimsótti meðal annars Blindrafélagið og hélt fróðlegan fyrirlestur fyrir félagsfólk og aðra áhugasama. Við kynnumst Sam nánar og ræðum meðal annars æsku hans og fáum góða innsýn inn í hans líf.
Í þessum þætti ræðum við um punktaletur á iPhone og tökum spjall við tvo hressa félagsmenn, þau Kjartan og Vöku.
Í þessum þætti fjöllum við um ferð leiðsöguhundadeildar Blindrafélagsins á Stykkishólm á sitt árlega leiðsöguhundanámskeið. Viðtöl við bæði þátttakendur og þjálfara.
Í þessum þætti fjöllum við um Bjartsýni, kór Blindrafélagsins. Við heyrum upptöku frá tónleikum þeirra í Hörpu á Menningarnótt 2025 og tökum spjall við nokkra meðlimi kórsins.
Í þessum þætti af Hljóðbroti er kveðja frá formanni Blindrafélagsins til félagsmanna í tilefni af 86 ára afmæli Blindrafélagsins þann 19. ágúst síðastliðinn.
Í þessum þætti ræðum við um gervigreind og ýmsa notkunarmöguleika hennar við Ólaf Kristjánsson, gjarnan þekktur sem Óli tölva. Hann rekur fyrirtækið Netkynning og er gervigreindarsérfræðingur og kennari.
Í þessum þætti ræðir Már Gunnarsson við Harald G. Hjálmarsson, félagsmann í Blindrafélaginu. Haraldur flytur einnig frumsamin lög á Hammond orgel.
Í þessum þætti fjöllum við um heimasóttkví leiðsöguhunda, nýt smáforrit Hljóðbókasafns Íslands og tónlistarvinnslu og tónlistarframleiðslu fyrir blinda og sjónskerta.
Í þessum þætti ræðir Hlynur Þór við Patrek Andrés Axelsson, félagsmann í Blindrafélaginu. Patrekur er einnig fyrsti íslenski blindi eða sjónskerti einstaklingurinn til að útskrifast sem sjúkraþjálfari.
Í þessum þætti fer Eyþór í göngutúr með Þorkeli Steindal og leiðsöguhundinum Gaur um Hlíðahverfið og Öskjuhliðina. Einnig fjöllum við um ýmis tól og tæki sem blindir og sjónskertir geta nýtt sér í umferli.
Í þessum þætti tók Hlynur Þór viðtal við Gunnar Má Óskarsson, félagsmann og starfsmann Blindrafélagsins.
Í þessum þætti heyrum við viðtal sem Már Gunnarsson tók við sjálfboðaliða Bresku Leiðsöguhundasamtakanna Guide Dogs UK. Þess ber að geta að viðtalið er á ensku.
Í þessum þætti ræðir Hlynur við Ásdísi Evlalíu Guðmundsdóttur, félagsmann í Blindrafélaginu og við skellum okkur í NaviLens ratleik með UngBlind.
Í þessum þætti tekur Eyþór Kamban Þrastarson viðtal við Inga Þór Einarsson, aðstoðarprófessor í íþróttafræðum við Háskólann í Reykjavík. Umfjöllunarefnið er rannsóknir sem Ingi hefur gert á fötluðum börnum og fötluðu íþróttafólki með áherslu á blint íþróttafólk.
Í þessum þætti tekur Hlynur Þór nærmyndarviðtal við Rósu Maríu Hjörvar og Már Gunnarsson ræðir við Theódór Helga Kristinsson um talgervla og snjalltæki.
Í þessum þætti ræða Hlynur, Eyþór og Már um gervigreind í daglegu lífi. Við fjöllum einnig um nýjar íslenskar raddir fyrir Apple snjalltæki og ræðum við Önnu Nikulásdóttur hjá Grammatek um það spennandi verkefni. Már Gunnarsson fer einnig í leiðangur með aðstoð rauntímasjóngreinis (live recognition).