All content for Óli Björn - Alltaf til hægri is the property of olibjorn and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Guðmundur Ingi Kristinsson hefur ákveðið á víkja farsælum og vinsælum skólameistara úr starfi. Þegar forsaga málsins er höfð í huga er illa hægt að komast að annarri niðurstöðu en að baki ákvörðun ráðherrans sé hefndaraðgerð – misnotkun á pólitísku valdi til að koma þeim frá sem er ráðherra og félögum hans í Flokki fólksins ekki þóknanlegur.
Það má hafa nokkra samúð með forsætisráðherra sem ítrekað kemst í þá stöðu að þurfa að verja verk ráðherra sem misbeita valdi sínu og virðast ekki hafa burði til að gegna ráðherraembættum þannig að sæmilegur sómi sé að. En spurningin er hversu lengi forsætisráðherra ætlar að sætta sig við framgöngu ráðherra Flokks fólksins og misbeitingu valds, til þess eins að tryggja líf ríkisstjórnarinnar og eigin stól í forsætisráðuneytinu. Kannski eru þolmörkin óendanleg þegar kemur að því að verja ráðherrastólana. Það er nöturlegt hlutskipti fyrir Samfylkinguna og Viðreisn, fyrir Kristrúnu og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, að vera pólitískir gíslar Ingu Sælands og Flokks fólksins.