All content for Óli Björn - Alltaf til hægri is the property of olibjorn and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Sundrung og skautun vestrænna samfélaga eru ógnir sem fæstir virðast leiða hugann að. Umburðarlyndi á raunverulega í vök að verjast. Óþol gagnvart þeim sem eru á annarri skoðun vex, óþolinmæði og fordómar sundra og grafa undan lýðræði. Eitrið seytlar um æðar háskólasamfélaga, sem áður voru brjóstvörn frjálsra skoðanaskipta. Skautun samfélagsins birtist í áhrifamiklum fjölmiðlum sem er fyrirmunað að fjalla af yfirvegun og sanngirni um mikilvæg samfélagsleg málefni. Hér á Íslandi hefur Ríkisútvarpið verið að breytast í kirkjudeild pólitísks rétttrúnaðar þar sem hlutleysi er fórnarlambið en skattgreiðendur eru neyddir til að borga reikninginn.