Hversdagsleikinn getur oft verið yfirþyrmandi fyrir okkur með MS. Skipulag út í eitt, fundir fyrir og jafnvel eftir hádegi, afmæli í dag, ferming á morgun, ábyrgðarhlutverk gagnvert fjölskyldu, vinasambönd sem þarf að rækta og á sama tíma að reyna að öðlast innri ró. Að ná utan um allt þetta og vinna með er m.a. það sem felst í starfi taugasálfræðinga.
Ella Björt taugasálfræðingur hjá taugasviði Reykjalundar fræðir okkur um hvernig taugasálfræðin snertir okkur með MS og hvað við getum gert til að spara orku fyrir önnur krefjandi verkefni.
Takk fyrir að hlusta og deila!
Endilega sendið mér ábendingar eða tillögur að efnistökum eða viðmælendum: Þorsteinn Á. Sürmeli (Steini) – thorsteinn@msfelag.is
Sérstakar þakkir:
– Smári Guðmundsson hjá Smástirni fyrir hljóðvinnslu
– Fríða Dís Guðmundsdóttir fyrir seiðandi stef (The Spell af plötunni Lipstick on)
– Samfélagssjóður Landsbankans fyrir styrk (2025)
– Elko fyrir upptökubúnað (2024)
Sólin hátt á himni skein þennan síðasta dag aprílmánaðar. Ég sat fyrir utan MS-félagið og baðaði mig í sólargeislunum þegar Ólafur Árni kom gangandi frá Landspítalanum Fossvogi þar sem skrifstofa hans er. Þótt veðrið hafi verið gott fengum við okkur sæti inni í hljóðveri félagsins og spjölluðum um leið hans inn í taugalækningar, MS-sjúkdóminn almennt, nýjustu rannsóknir, meðferðarúrræði, kænsku, D-vítamín og fleira. Njótið vel.
Þorsteinn Á. Sürmeli – thorsteinnsurmeli@gmail.com.
Endilega sendið mér ábendingar eða tillögur að efnistökum eða viðmælendum
Sérstakar þakkir:
– Samfélagssjóður Landsbankans
– Elko
– Smári Guðmundsson hjá Smástirni
Stef – Fríða Dís Guðmundsdóttir (The Spell af plötunni Lipstick on)
Ég settist niður með Hjördísi Ýrr formanni MS-félagsins og ræddi við hana um starf félagsins, stuðninginn sem boðið er upp á, ráðgjöf, fræðslu, vinnu þess í þágu félagsmenn gagnvart stjórnvöldum og yfirvöldum almennt og fleira.
Við töluðum einnig um mikilvægi þess að efla MS-samfélagið hér á landi og hverju hægt er að áorka í krafti fjöldans.
Endilega sendið mér ábendingar eða tillögur að efnistökum eða viðmælendum á thorsteinnsurmeli@gmail.com.
Sérstakar þakkir:
– Samfélagssjóður Landsbankans
– Elko
– Smári Guðmundsson
Stef – Fríða Dís Guðmundsdóttir (The Spell af plötunni Lipstick on)