Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson ræða um málefni dagsins. -- 2. jan. 2026
Arnþrúður ræðir við Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, um Borgarmálin. -- 2. jan. 2026
Áramótaspáin 2026: Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Guðrúnu Kristínu Ívarsdóttur miðil og heilara um helstu viðburði sem koma upp hjá henni í beinni útsendingu varðandi árið 2025 - 2ja tíma þáttur. -- 30. des. 2025
Evrópumálin: Arnar Þór Jónsson lögmaður og formaður Lýðræðisflokksins og Pétur ræða um evrópsk málefni. -- 22. des. 2025
Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Jón Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um Makríl samkomulagið sem gerður hefur verið fyrir Íslands hönd þar sem ísland er sagt gefa frá sér meirihluta makrílskvótans til Færeyja, Noregs og annarra ríkja .
Jafnframt ræðir Arnþrúður við Hauk Hauksson blaðamanna í Moskvu en hann hefur verið á blaðamannafundi með Pútín sem stendur yfir og talið er að Rússar séu búnir að samþykkja friðarsamninginn við Úkraínu. Nú sé aðeins beðið eftir svar frá Úkraínu. -- 19. des. 2025
Björn Þorri viktorsson hæstaréttarlögmaður og Pétur Gunnlaugsson ræða um makrílsamkomulagið við Evrópusambandið ásamt öðrum málum. -- 19. des. 2025
Miðausturlönd: Pétur Gunnlaugsson og Birgir Þórarinsson alþingismaður XD og formaður öryggis og stjórnlaganefndar ÖSE um friðarfyrirkomulagið í Miðausturlöndum - Mynningadag Helfararinnar 27. jan. - Þátt Birgis í frelsun Rússnesk-Ísraelskrar konu frá Írak og stöðuna í Ukraínu. -- 18. des. 2025
Pétur Gunnlaugsson og Helgi Áss Grétarsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ræða um fjármál borgarinnar og skipulagsmál og þrengingu gatna fyrir Borgarlínuna. -- 17. des. 2025
Arnþrúður ræðir við Geir Ólafsson söngvara um jólatónleika hans og Don Randy í Gamla bíói og tónlistina. -- 16. des. 2025
Arnþrúður og Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur ræða um vetrarumferðina og samgönguáætlun og ástand vega. -- 16. des. 2025
Pétur Gunnlaugsson ræðir við Guðmund Karl Snæbjörnsson eða Kalla Snæ sem flestir þekkja undir því nafni á netinu. Hann hefur verið að vara við bólusetningum á ungbörnum og kominn með málið fyrir dómstóla. Hvað gerir ríkisstjórn Bandaríkjanna í þessu máli þar í landi. Rætt um fleiri heilbrigðismál eins og inflúensu af A stofni eða svo nefnd Asíuflensa. Síðan er smá símatími í seinni hluta þáttarins. -- 15. des. 2025
Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Guðlaug Þór Þórðarson alþingismann og fyrrverandi utanríkisráðherra um öryggismálin í Evrópu. -- 12. des. 2025
Pétur Gunnlaugsson ræðir við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanrískiráðherra. -- 12. des. 2025
Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Guðmund Ólafsson hagfræðing og stærðfræðing um margvísleg málefni af innlendum og erlendum vettvangi. -- 11. des. 2025
Pétur Gunnlaugsson fær til sín Björn Jón Bragason sagnfræðing og lögfræðing sem var að gefa út nýja bók og fyrrverandi rektor Verzlunarskóla íslands. Björn segir okkur frá bókinni og starfi sínu sem kennari í lögfræði eða réttarsögu. 9. des. 25
Arnþrúður Karlsdóttir fær til sín Guðrúnu Kristínu Ívarsdóttur miðil og heilara sem ætlar aðeins að lesa í atburði líðandi stundar og verður þetta einskonar upphitun fyrir áramótaspána. -- 9. des. 2025
Arnþrúður og Pétur - Helstu fréttir af innlendum og erlendum vettvangi. -- 3. nóv. 2025
Arnþrúður Karlsdóttir fær til sín þær Elínu Ósk Óskarsdóttur söngkonu og Magneu Sturludóttur prest frá Boðunarkirkjunni í Hafnarfirðir en Boðunarkirkjan heldur sína árlegu Aðventuhátíð næsta laugardag 7. des kl. 15:00. -- 2. des. 2025
Pétur Gunnlaugsson ræðir við Símon Þorkell Símonarson Olsen íbúa í Gufunesi í Reykjavík og ræðir hann um vandamálin í Gufunesi. Svikin loforð Borgaryfirvalda um samgöngur, skort á bílastæðum og stöðumælasektir sem bíða íbúanna vegna óreiðu Borgaryfirvalda gagnvart þessu hverfi borgarinnar. -- 2. des. 2025
Fullveldisdagurinn: 1. des. Pétur Gunnlaugsson ræðir við Harald Ólafsson prófessor og formann Heimsýnar félagasamtaka fullveldissinna- um baráttu Íslendinga um að halda fullveldi og sjálfstæði sínu. 1. des. 2025