Home
Categories
EXPLORE
True Crime
Comedy
Society & Culture
History
Business
Sports
News
About Us
Contact Us
Copyright
© 2024 PodJoint
00:00 / 00:00
Sign in

or

Don't have an account?
Sign up
Forgot password
https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts221/v4/1f/86/ff/1f86ffc0-8262-d879-1688-3c069644a12a/mza_16132131254113947228.jpg/600x600bb.jpg
Við skákborðið
Útvarp Saga
148 episodes
4 days ago
Vikulegir þættir um skák á innlendum og erlendum vettvangi í umsjón Kristjáns Arnar Elíassonar alþjóðlegs skákdómara.
Show more...
Sports
Leisure,
Games
RSS
All content for Við skákborðið is the property of Útvarp Saga and is served directly from their servers with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Vikulegir þættir um skák á innlendum og erlendum vettvangi í umsjón Kristjáns Arnar Elíassonar alþjóðlegs skákdómara.
Show more...
Sports
Leisure,
Games
Episodes (20/148)
Við skákborðið
Skákárið 2025: Sigurbjörn Björnsson FIDE meistari

Kristján Örn Elíasson tekur á móti Sigurbirni Björnssyni FIDE meistara. Þeir stikla á stóru í umfjöllun sinni um fréttnæma atburði og uppákomur sem þeim þótti athyglisverðar á skákárinu 2025. Þeir ræða árangur Vignis Vatnars Stefánssonar, Magnúsar Carlsen og fleiri sterkra og efnilegra skákmanna á heimsmeistaramótunum í at- og hraðskák en teflt var í höfuðborginni Doha í Katar á milli jóla og nýárs. Einnig ræða þeir stöðu íslenskrar skákar og margt fleira. 

Show more...
4 days ago
56 minutes

Við skákborðið
Heimsmeistaramótin í at- og hraðskák: Vignir Vatnar Stefánsson og Benedikt Briem

Vinirnir og samstarfsmennirnir Vignir Vatnar Stefánsson, stórmeistari og þrefaldur Íslandsmeistari í skák árið 2025 og Benedikt Briem næststigahæsta ungmenni landsins eru gestir Kristjáns Arnar. Þeir tala um kennsluvefinn www.vignirvatnar.is, skákmót í Portúgal, fjölbreytt skákmótahald og margt fleira. Vignir ræðir heimsmeistaramótin í atskák og hraðskák, sem fram fara í Doha í Katar á milli jóla og nýárs, en Vignir verður á meðal keppenda á báðum mótunum.

Show more...
2 weeks ago
53 minutes

Við skákborðið
Jólasveinarnir: Róbert Lagerman FIDE-meistari og Gunnar Freyr Rúnarsson formaður Víkingaklúbbsins

Kristján Örn fær til sín skákmennina Róbert Lagerman, FIDE- meistara og alþjóðlegan skákdómara og Gunnar Frey Rúnarsson sagnfræðing og formann Víkingaklúbbsins.

Í þættinum ræða þeir jólaskákmót Ása, skákkúbbs eldri borgara, þar sem Róbert sigrði með yfirburðum. Þeir gera kröfu um nýja staðsetningu Íslandsmóts skákfélaga, bæta þurfi fyrirkomulag og skipulagningu mótsins, salernismál séu í miklum ólestri auk þess sem mótið sé illa kynnt í fjölmiðlum og þjónusta við keppendur um úrslit og stöðu liða hverju sinni sé ekki til staðar. Gunnar Freyr talar um Víkingaskák en ný taflsett eru komin í sölu, m.a. hjá Spilavinum. Þeir tala um mismunun og tvískinning í afstöðu stjórnar Skáksambands Íslands, m.a. hvað varðar áherslur á eldri skákmenn og auglýsingu sambandsins um léttar veitingar á Íslandsmóti kvenna í hraðskák. Þeir velta fyrir sér hvað sé átt við með hugtakinu "léttar veitingar".

Þeir minnast Ólafs Hraunbergs Ólafssonar, fyrrverandi formanns Taflfélags Reykjavíkur, sem lést nýlega en hann vann mikið og gott starf fyrir íslensku skákhreyfinguna. Þeir tala um tillögur aðalfundar FIDE um að Rússar og Hvítrússar fái aftur að tefla á ólympíuskákmótum og að lið frá löndunum séu aftur tekin inn í opinbera mótaröð FIDE.

Róbert segir sögu af Boris Spasský og áhuga hans á tímaritinu Playboy á meðan Einvígi aldarinnar árið 1972 stóð yfir. Einnig segir hann sögu þegar sérsveit lögreglunnar í Danmörku stöðvaði flugtak flugvélar sem hann var farþegi í og yfirheyrði hann í tvær klukkustundir sem grunaðan hryðjuverkamann en farþegar vélarinnar þurfu að bíða í vélinni á meðan.

Show more...
3 weeks ago
55 minutes

Við skákborðið
Á Hælinu með Don Everything: Róbert Lagerman, alþjóðlegur skákdómari og FIDE-meistari

Róbert Lagerman, alþjóðlegur skákdómari og FIDE-meistari er gestur Kristjáns Arnar. Róbert gengur undir ýmsum nöfnum í skákheiminum eins og Mr. Big Time og Don Everything en hann hefur setið fjölda námskeiða og aflað sér ýmissa réttinda og nafnbóta hjá Alþjóða skáksambandinu FIDE. Því fer það vel að hann kalli sig stundum "Don Everything". Þeir Kristján og Róbert hafa verið góðir félagar í gegnum árin og stofnuðu, ásamt Hrafni Jökulssyni og rúmlega þrjátíu öðrum áhugamönnum um skák, Skákfélag Grandrokks þann 12. september árið 1998. Í þættinum ræa þeir Heilsuhælið í Hveragerði, mataræði og góða aðstöðu þar, þeir spila klippu með Hrafni Jökulssyni þar sem hann talar um Grænland, þeir ræða hugmyndir um meiri samvinnu skákfélaga á Íslandi, slæma nýtingu erlendra stórmeistara sem koma til landsins í tengslum við Íslandsmót skákfélaga, þjálfunarmál, mótahald, einelti, vináttu, framtíðarplön Skákfélags Íslands og margt fleira. 

Show more...
1 month ago
47 minutes

Við skákborðið
Gervigreind og sýndareinvígi: Björgvin Víglundsson skákmeistari og verkfræðingur

Gestur skákþáttarins að þessu sinni er Björgvin Víglundsson, byggingaverkfræðingur og sterkur skákmeistari. Þeir Kristján Örn ræða um skák og gervigreind og spái í spilin hvernig skákin muni þróast með tilkomu gervigreindarinnar. Að mati Björgvins hefur varðveisla skákefnis í stafrænu formi náð því umfangi að gervigreind geti ekki einungis hermt eftir leikjum einstakra meistara heldur líka stíl þeirra. Hann telur raunhæft að endurskapa skákstíl bestu skákmanna allra tíma eins og Wilhelm Steinitz, Aron Nimzowitsch eða Bobby Fischer. Björgvin telur vel hugsanlegt að haldin verði sýndareinvígi þar sem tölvur tefla í nafni sögulegra meistara. Þar gætu til dæmis Fischer, Capablanca og Carlsen tekist á í löngu kappskák­einvígi líkt og Fischer og Spasskí í Reykjavík 1972 en án áhrifa aldurs, líkamlegrar þreytu, tímamismunar eða félagslegra aðstæðna. Slík mót gætu jafnvel gefið vísbendingu um hver hefði verið sterkastur í sögu skáklistarinnar ef allir væru settir á sama lærdómsstig og fengju að þróa leik sinn sem forrit en ekki sem menn.

Show more...
1 month ago
59 minutes

Við skákborðið
Íslandsmót skákfélaga og afmælis-skákveisla í Garðabæ: Björn Þorfinnsson, alþjóðlegur meistari og ritstjóri DV.is

Kristján Örn tekur á móti Birni Þorfinnssyni, alþjóðlegum meistara og ritstjóri DV.is í stúdíóið. Mikill kraftur er búinn að vera í íslensku mótahaldi að undanförnu og fara þeir Björn og Kristján yfir það helsta í þættinum. Þeir tala um menn og málefni og segja sína skoðun á hvoru tveggja. Taflfélag Garðabæjar hélt upp á 45 ára afmæli sitt á mánudaginn var í Miðgarði, nýja íþróttahúsi bæjarins, en þar hefur félagið fengið góða aðstöðu fyrir starfsemi sína. Afmælisveislan hófst með því að boðið var upp á veitingar og svo lék bæjarstjóri Garðabæjar, Almar Guðmundsson, fyrst leikinn fyrir Erling Jensson í skák hans gegn Vigni Vatnari Stefánssyni. Björn var óstöðvandi í þessu fjölmenna og sterka skákmóti og fékk 9 vinninga í 9 skákum. Hann er því nýr hraðskákmeistari Garðabæjar en í vikunni áður var Björn einnig krýndur skákmeistari Garðabæjar. Þeir félagar, Kristján og Björn, fara um víðan völl í þættinum og ræða vel og lengi um Íslandsmót skákfélaga en fyrri hluti mótsins var tefldur í Rimaskóla um síðustu helgi.  

Show more...
1 month ago
53 minutes

Við skákborðið
Tímaritið Skák: Gauti Páll Jónsson ritstjóri

Kristján Örn Elíasson ræðir við Gauta Páll Jónsson sagnfræðing og ritstjóra tímaritsins Skákar. Umfjöllunarefnið er nýjasta tímarit Skákar sem kemur út á morgun eða á sama tíma og úrvalsdeild fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga hefst í Rimaskóla. Þeir ræða Heimsbikarmótið á Indlandi en margir af sterkustu skákmönnum heims hafa þegar helst úr lestinni. Einng tala þeir um Íslandsmót Símans í netskák, EM ungmenna í Svartfjallalandi sem er nýlokið, Le Kock mótaröðina hjá Vigni Vatnari og velheppnaða skákferð hans og Benedikts Briem til Portúgals og fleira.

Show more...
2 months ago
55 minutes

Við skákborðið
Draumar, blóðþrýstingur, ástin og gervigreind: Magnús Pálmi Örnólfsson, skákmeistari og hagfræðingur

Magnús Pálmi Örnólfsson, skákmeistari og hagfræðingur (MBA), er gestur Kristjáns Arnar Elíassonar. Magnús er 1. borðsmaður skákdeildar Dímonar frá Hvolsvelli en ný skáksveit félagsins hefur unnið sig úr 4. deild og upp í 2. deild á aðeins tveimur árum eða frá því að skákdeildin var stofnuð og hóf að tefla á Íslandsmóti skákfélaga. Magnús segir frá ferðalagi skáksveitarinnar á Evrópumót taflfélaga á Ródos í Grikklandi sem lauk fyrir skemmstu og "varpar upplýsingasprengju" inn í 2. deild fyrrihluta Íslandsmót skákfélaga um liðskipan skákdeildar Dímonar. Magnús Pálmi ræðir um nýtt skáksetur sem hann er að setja upp í Bolungarvík; hann ræðir um drauma, ástina, heilsuna, blóðþrýsting, kolesteról og auðvitað skák. Þeir félagar tala um Heimsbikarmót FIDE en teflt er í Resort Rio í ríkinu GOA á Indlandi dagana 1.-26. nóvember. Þrír eftstu á  Heimsbikarmótinu tryggja sér sæti í Áskorendakeppni FIDE á næsta ári þar sem átta skákmenn munu tefla um réttinn til að há 14 skáka einvígi við  ríkjandi heimsmeista, Gukesh D frá Indlandi, um heimsmeistaratitilinn í skák. 

Show more...
2 months ago
56 minutes

Við skákborðið
Skáksviðið: Helgi Áss Grétarsson stórmeistari í skák

Gestur þáttarins er Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari í skák og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Helgi varð heimsmeistari í skák 20 ára og yngri árið 1994. Hann hefur verið virkur á skáksviðinu og sinnt skrifum og lögfræðilegri ráðgjöf. Helgi hefur einnig kennt við lagadeild Háskóla Íslands og skrifað mikið um stjórn fiskveiða og önnur málefni. Þótt Helgi sé fjölhæfur þá ræða þeir Kristján Örn þó eingöngu um skák í þættinum. Þeir félagar fóru yfir árangur Íslendinga á nýloknu Evrópumóti taflfélaga og töluðu um Evrópumót ungmenna sem hófst í dag en 15 keppendur frá Íslandi taka þátt í mótinu. Helgi fer yfir Meistaramót Bandaríkjanna þar sem Caruana stóð uppi sem sigurvegari, skemmtilegt fjögurra manna einvígi þriggja stigahæstu skákmanna heims, Carlsen, Nakamura og Caruana auk ríkjandi heimsmeistara í skák, Gukesh, í St. Louis. Þeir ræða fráfall rúmenska stórmeistarans Mihai Suba sem lést í vikunni og getgátur um fráfall bandaríska stórmeistarans og streymarans Daniel Naroditsky sem fannst látinn á heimili sínu um þarsíðustu helgi en fyrrum heimsmeistari, Vladimir Kramnik, hefur um langt skeið ásakað Naroditsky og aðra sterka skákmenn um svindl á netinu.

Show more...
2 months ago
1 hour

Við skákborðið
Skákskóli Íslands og EM taflfélaga: FIDE-meistararnir Björn Ívar Karlsson og Halldór Grétar Einarsson

Gestir í skákþættinum eru FIDE-meistararnir Björn Ívar Karlsson, skólastjóri Skákskóla Íslands og Halldór Grétar Einarsson, formaður meistaraflokksráðs Breiðabliks. Þeir ræða Evrópumót taflfélaga sem nú stendur yfir í Ródos í Grikklandi en tugir Íslendinga taka þátt í mótinu. Björn Ívar segir frá skáklífinu í Skákskóla Íslands, Halldór Grétar ræðir tölfræði og ber saman meðalaldur og meðalskákstig keppenda á EM taflfélaga, á Reykjavíkurskákmótinu síðasta og í úrvalsdeild síðasta Íslandsmóts skákfélaga. Í upphafi þáttar er viðtal við Gauta Pál Jónsson, ritstjóra tímaritsins Skákar, sem Kristján Örn tók við hann í morgun en Gauti Páll er einn af 38 Íslendingum sem nú sitja að tafli á EM taflfélaga í Grikklandi.  Farið var yfir fréttir um skyndilegt andlát bandaríska stórmeistarans Daniel Naroditsky sem lést síðastliðinn sunnudag en hann var aðeins 29 ára gamall. Hann var á meðal sterkustu skákmanna heims í hraðskák og atskák, vinsæll skákskýrandi og streymari, dáður og vinamargur í skáksamfélaginu út um allan heim.

Show more...
2 months ago
55 minutes

Við skákborðið
Víkingaskák og EM landsliða: Gunnar Freyr Rúnarsson og Halldór Grétar Einarsson

Gestir skákþáttarins eru Gunnar Freyr Rúnarsson formaður Víkingaklúbbsins og Halldór Grétar Einarsson, FIDE meistari og formaður meistaraflokksráðs Breiðabliks. Gunnar ræðir sögu Víkingaskákarinnar á Íslandi en það var hugvitsmaðurinn Magnús Ólafsson sem fann upp Víkingaskákina árið 1967. Hugmyndina fékk hann þegar hann sá sexhyrnda ró í skrúfuhrúgu en Magnús hafði áður fengið þá hugmynd að hanna séríslenskt manntafl og var niðurstaða hans stórmerkileg. Halldór Grétar kemur símleiðis inn í síðari hluta þáttarins og ræðir árangur íslensku liðanna á Evrópumót landsliða sem lauk í Batumi í Georgíu í gær. 

Show more...
2 months ago
57 minutes

Við skákborðið
Gunnar Freyr Rúnarsson og Halldór Grétar Einarsson
2 months ago
57 minutes

Við skákborðið
Bankar, skák og Litla kaffistofan: Stefán Þormar Guðmundsson fv. banka- og veitingamaður

Stefán Þormar Guðmundsson, skákmaður og fyrrverandi banka- og veitingamaður er gestur Kristjáns Arnar Elíassonar. Stefán talar um skákmenninguna í íslensku bönkunum hér á árum áður og segir að mikið hafi verið teflt og mörg sterk skákmót hafi verið haldin í bönkunum og á vegum þeirra. Hann segir að mikil samkeppni hafi verið á milli bankanna og þeir keppst við að ná til sín sterkustu skákmönnunum. Stefán telur upp fjölmörg nöfn öflugra skákmanna sem skipuðu sveitir Búnaðarbankans, Landsbankans og Útvegsbankans. Hann talar um Jóhann Þóri Jónsson og Helgarskákmótin og þá sérstaklega mótin í Vík í Mýrdal og í Grímsey. Stefán Þormar rak Litlu kaffistofuna við Suðurlandsveg í aldarfjórðung og kom sér þar upp miklu safni með úrklippum af íþróttasíðum dagblaðanna auk trefla, fána og annarra muna sem tengjast knattspyrnu, handbolta og körfubolta. Stefán segir margar sögur eins og af Draugahlíðsbrekkunni sem er brekkan fyrir ofan Litlu kaffistofuna, forræðishyggju veðurfræðinga sem spá leiðindaveðri og skipti sér af því hvort fólk eigi að vera að ferðinni eða ekki og þegar hettuklætt par vopnað hnífi og hafnarboltakylfu reyndi að ræna Litlu kaffistofuna. 

Show more...
3 months ago
49 minutes

Við skákborðið
Skákin hreinsar hugann: Jón Steinn Elíasson, skákmaður og fv. eigandi Toppfisks

Kristján Örn ræðir við Jón Stein Elíasson skákmann og fyrrverandi eiganda Toppfisks. Þeir ræða skákina, fiskvinnsluna, dvölina á Spáni, gjaldþrot Toppfisks eftir 40 ára starfsemi, gjaldþrot lággjaldaflugfélagsins Play og áhrif þess á Íslendinga með dvalarstað eða búsetu á Spáni og margt fleira. Jón Steinn segir að í erfiðum atvinnurekstri sínum í gegnum tíðina hafi skákin gert honum kleift að gleyma amstri dagsins, hreinsa hugann og safna kröftum.

Show more...
3 months ago
52 minutes

Við skákborðið
Ungir og efnilegir: Haukur Víðis Leósson og Pétur Úlfar Ernisson

Gestir Kristjáns Arnar í skákþættinum í dag eru þeir Haukur Víðis Leósson, 11 ára, og Pétur Úlfar Ernisson, 9 ára, tveir efnilegir og áhugasamir ungir drengir úr Taflfélagi Reykjavíkur. Þeir hafa tekið skákina föstum tökum undanfarin 3 ár og hafa m.a. báðir orðið Íslandsmeistarar í sínum aldursflokki.

 

Kristján heimsækir þá á æfingu og ræðir við þá um það hvernig þeir fengu áhuga á skák og hvaða vinnu þeir leggja í til að bæta sig, eftirminnilegar skákir, skákmót, þjálfara, vini við skákborðið og nýafstaðið Haustmót TR þar sem þeir Haukur og Pétur háðu mikla orrustu við Kristján Örn um sigur í C-flokki á mótinu. Með þeim í þættinum er Torfi Leósson skákkennari, einn þeirra sem komið hafa að þjálfun ungu drengjanna.

Show more...
3 months ago
52 minutes

Við skákborðið
Skákfréttir: Ingvar Þór Jóhannesson, formaður TR og ritstjóri Skák.is

Þeir Ingvar Þór Jóhannesson, formaður Taflfélags Reykjavíkur og ritstjóri Skák.is og Kristján Örn halda áfram að segja fréttir af erlendum og innlendum skákvettvangi en Ingvar Þór var einnig gestur þáttarins í síðustu viku. Ingvar og Kristján fóru yfir mótasenuna bæði hér heima og erlendis og var af nógu að taka!

Í upphafi síðari hluta þáttarins hringja þeir í Björn Ívar Karlsson, skólastjóra Skákskóla Íslands en Skákskóli Íslands stendur fyrir skákþjálfaranámskeiði dagana 29. og 30. september. Námskeiðið er opið öllum áhugasömum og er sérstaklega sniðið fyrir þá sem sinna skákþjálfun innan skóla eða skákfélaga eða hafa áhuga á því að reyna fyrir sér í skákþjálfun. Kennarar á námskeiðinu verða Björn Ívar Karlsson FIDE trainer og skólastjóri Skákskóla Íslands og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir forseti SÍ og barnasálfræðingur. Námskeiðið fer fram í húsnæði Skákskóla Íslands, Faxafeni 12. Einnig verður námskeiðið sent út í gegnum fjarfundabúnað fyrir þá sem komast ekki á staðinn. Slóð á frétt og nánari upplýsingar um skákþjálfaranámskeiðið. 

Show more...
3 months ago
51 minutes

Við skákborðið
Íslenskar og erlendar skákfréttir: Ingvar Þór Jóhannesson, annar ritstjóra Skák.is og formaður TR

Ingvar Þór Jóhannesson, formaður Taflfélags Reykjavíkur og annar ritstjóra skákfréttavefjarins Skák.is er gestur Kristjáns Arnar. Þeir segja bæði íslenskar og erlendar skákfréttir og ræða það helsta sem er að gerast í skákinni um þessar mundir.

Show more...
4 months ago
55 minutes

Við skákborðið
Framtíðarsýn og stefna: Vignir Vatnar Stefánsson, Íslandsmeistari í skák

Kristján Örn fær til sín Vigni Vatnar Stefánsson Íslandsmeistara í skák og stigahæsta skákmann landsins. Vignir segir frá mikilli ævintýraferð sinni til nokkurra landa í Asíu en hann og félagi hans í landsliðinu, Aleksandr Domalchuk-Jonasson, tefldu m.a. á athyglisverðu skákmóti í Kína þar sem þeir mættu grjóthörðum ungum og efnilegum Kínverjunum við í skákborðið. Vignir Vatnar tapaði ekki skák, gerði þrjú jafntefli og lagði sex andstæðinga sína. Vignir sigraði á mótinu og varð einn í efsta sæti með sjö og hálfan vinning í níu skákum. Ekki amalegt að vinna skákmóti í Kína og vel gert hjá Vigni. Vignir ræðir framtíð sína í skákinni en hann er að leita sér að góðum skákþjálfara sem getur aðstoðað hann að ná enn lengra. Hann telur sig geta náð styrkleika vel yfir 2600 elo-skákstig með rétta fólkið í kringum sig og góðan og stöðugan stuðning frá styrktaraðilum. Vignir er staðráðinn í að taka þátt í næstu heimsmeistaramótum í hraðskák og atskák sem haldin verða í lok árs í Doha, Qatar eða dagana 25.-31. desember. Heildarverðlaunafé á mótinu nemur um 150 milljónum íslenskra króna og munu flestir af sterkustu skákmönnum heims verða á meðal þátttakenda.

Show more...
4 months ago
53 minutes

Við skákborðið
Vetrarstarf taflfélaganna í landinu að hefjast: Oddgeir Ágúst Ottesen, formaður skákdeildar KR

Dr. Oddgeir Ágúst Ottesen, formaður skákdeildar KR og framkvæmdastjóri Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga er gestur Kristjáns Arnar í þættinum. Þeir fara yfir mótaáætlun Skáksambands Íslands fyrir starfsárið 2025-26 og segja nýjustu fréttir af skákfréttavefnum skak.is en vetrarstarf talfélaganna í landinu er að hefjast núna í byrjun september. Má þar nefna undanrásir Íslandsmótsins í netskák í kvöld, Haustmót Taflfélags Reykjavíkur sem hefst 3. september og  Skákþing Norðlendinga sem haldið verður um næstu helgi, 5.-7. september. Oddgeir ræðir barnastarfið hjá KR, segir frá þjálfurum félagsins og svo taka þeir félagar umræðu um Íslandsmót skákfélaga en fyrri hluti Íslandsmótsins hefur verið staðfestur dagana 13.-16. nóvember nk.

Show more...
4 months ago
1 hour

Við skákborðið
Skákstarfið hjá TR: Daði Ómarsson og Gauti Páll Jónsson skákþjálfarar

Daði Ómarsson og Gauti Páll Jónsson frá Taflfélagi Reykjavíkur eru gestir Kristjáns Arnar. Þeir félagar fara yfir mótaáætlun TR og ræða starfið hjá félaginu í vetur en það byrjar með Borgarskákmótinu í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, 20. ágúst. Árbæjarskákmótið er á dagskrá 31. ágúst og Haustmót TR hefst miðvikudaginn 3. september en stefnt er að teflt verði í tveimur lokuðum flokkum og einum opnum flokki. Einnig ræddu þeir önnur mót, eins og EM landsliða sem fram fer fram dagana 4.-15. október, EM taflfélaga sem haldið verður 18.-26. október og EM ungmenna haldið 28. október til 10. nóvember. Af þessum sökum hefst Íslandsmót skákfélaga óvenju seint í ár en fyrri hlutinn verður tefldur dagana 13.-16. nóvember. Daði, sem einnig er æskulýðsfulltrúi í stjórn Skáksambands Íslands, sagði að vinna væri á frumstigi hjá sambandinu að halda minningarmót um Friðrik Ólafsson á næsta ári. Hann talar um nýtt fangelsisverkefni hjá FIDE þar sem hann og Björn Ívar Karlsson, skólastóri Skákskóla Íslands, munu taka að sér að aðstoða hugsanlega þátttakendur hér á landi. Daði sagði stuttlega frá skákferli sínum, þjálfun barna og unglinga og mörgu öðru.

Show more...
4 months ago
59 minutes

Við skákborðið
Vikulegir þættir um skák á innlendum og erlendum vettvangi í umsjón Kristjáns Arnar Elíassonar alþjóðlegs skákdómara.