Byrjum á smá krassandi fregnum frá Los Angeles. Síðan tekur JólaJomman við, hvað er það?
Þrif á Aðfangadag, Jól í útlöndum og má thrifta jólagjöf?
Drögum út vinningshafa í gjafaleiknum!!!
Heimildarþættir eru sameiginlegt áhugamál okkar systra, okkur fannst því tilvalið að ræða aðeins The Reckoning. Ef svo ólíklega vill til að það hafi farið framhjá ykkur þá bjó Lovísa sko í New York þannig það tók ekki langan tíma að tileinka borginni þátt.
Endar síðan á einni óvæntri rúsínu í pylsuendanum 🫢
Nokkrar staðreyndir um okkur, sumar sturlaðar aðrar bara temmilega eðlilegar en bannað að dæma, sérstaklega ef þið eigið ekki systur á svipuðu reiki heh.
Fyrsti myrki þátturinn! 🚨 Smá brennd pönnukaka en nú er afsökunarkastið búið, bara mjúkar og ljúffengar pönnsur héðan í frá 🥞
Fyrsti gestur er mættur. Það er hún Telma Lind okkar en við þurfum aðeins að æfa okkur í þessum gesta þáttum og erum búnar að biðja hana afsökunar að þurfa að vera tilraunadýrið okkar. Hún er velkomin aftur þegar hún er tilbúin. S/O á Grindvíkinga 💛
Facebook hópur: https://www.facebook.com/groups/685171221306601Instagram: www.instagram.com/falsfretttirTikTok: www.tiktok.com/falsfrettir
Þessi neikvæða orka er ekki það sem koma skal, Elfa setti bara tóninn svolítið þarna í byrjun. Við erum aðeins of heiðarlegar í þessum þætti: hráar og í frekar sérstöku stuði. Þið fáið að kynnast okkur betur og heyra um „bullshit-mælinn“ okkar sem fáir útvaldir hafa orðið fyrir barðinu á. En ekki vera hrædd við okkur samt, nema þið séuð að banka of mikið á Petersen heh.Trigger warning: umræður um body dysmorphia og fitufordóma gegn okkur sjálfum.
Facebook hópinn er að finna hér: https://www.facebook.com/groups/685171221306601/
FALSfréttir eru lentar!
Það er komið að því! Fyrsti þáttur FALSfrétta er lentur. Við segjum aðeins frá okkur, hvernig hugmyndin varð til og hvað hlustendur geta átt von á í komandi þáttum.
Við erum svo þakklátar fyrir öll sem hafa peppað okkur á samfélagsmiðlunum síðustu vikuna og núna fylgt okkur hingað – TAKK, þetta er bara byrjunin 🫢
Taktu þátt í umræðunni á Facebook: https://www.facebook.com/groups/685171221306601/