Annar gestaþáttur! Fengum Valgerði vinkonu okkar til að fara aðeins yfir djammið með okkur í aðdraganda áramótanna.
Lengsti þátturinn til þessa og litla ferðalagið sem þessi þáttur er. Hljómar eins og við eigum við vandamál að stríða en það er þá helst bara að vera kvíðasjúklingar, líklega. Lofum að við erum allar skárri en meðal Íslendingurinn.
Hver kannast ekki við smá djammviskubit annars. Jæja, öl er böl, áfram gakk. GLEÐILEGT NÝTT ÁR!
Byrjum á smá krassandi fregnum frá Los Angeles. Síðan tekur JólaJomman við, hvað er það?
Þrif á Aðfangadag, Jól í útlöndum og má thrifta jólagjöf?
Drögum út vinningshafa í gjafaleiknum!!!
Heimildarþættir eru sameiginlegt áhugamál okkar systra, okkur fannst því tilvalið að ræða aðeins The Reckoning. Ef svo ólíklega vill til að það hafi farið framhjá ykkur þá bjó Lovísa sko í New York þannig það tók ekki langan tíma að tileinka borginni þátt.
Endar síðan á einni óvæntri rúsínu í pylsuendanum 🫢
Nokkrar staðreyndir um okkur, sumar sturlaðar aðrar bara temmilega eðlilegar en bannað að dæma, sérstaklega ef þið eigið ekki systur á svipuðu reiki heh.
Fyrsti myrki þátturinn! 🚨 Smá brennd pönnukaka en nú er afsökunarkastið búið, bara mjúkar og ljúffengar pönnsur héðan í frá 🥞
Fyrsti gestur er mættur. Það er hún Telma Lind okkar en við þurfum aðeins að æfa okkur í þessum gesta þáttum og erum búnar að biðja hana afsökunar að þurfa að vera tilraunadýrið okkar. Hún er velkomin aftur þegar hún er tilbúin. S/O á Grindvíkinga 💛
Facebook hópur: https://www.facebook.com/groups/685171221306601Instagram: www.instagram.com/falsfretttirTikTok: www.tiktok.com/falsfrettir
Þessi neikvæða orka er ekki það sem koma skal, Elfa setti bara tóninn svolítið þarna í byrjun. Við erum aðeins of heiðarlegar í þessum þætti: hráar og í frekar sérstöku stuði. Þið fáið að kynnast okkur betur og heyra um „bullshit-mælinn“ okkar sem fáir útvaldir hafa orðið fyrir barðinu á. En ekki vera hrædd við okkur samt, nema þið séuð að banka of mikið á Petersen heh.Trigger warning: umræður um body dysmorphia og fitufordóma gegn okkur sjálfum.
Facebook hópinn er að finna hér: https://www.facebook.com/groups/685171221306601/
FALSfréttir eru lentar!
Það er komið að því! Fyrsti þáttur FALSfrétta er lentur. Við segjum aðeins frá okkur, hvernig hugmyndin varð til og hvað hlustendur geta átt von á í komandi þáttum.
Við erum svo þakklátar fyrir öll sem hafa peppað okkur á samfélagsmiðlunum síðustu vikuna og núna fylgt okkur hingað – TAKK, þetta er bara byrjunin 🫢
Taktu þátt í umræðunni á Facebook: https://www.facebook.com/groups/685171221306601/