Home
Categories
EXPLORE
True Crime
Comedy
Society & Culture
Business
Sports
History
TV & Film
About Us
Contact Us
Copyright
© 2024 PodJoint
00:00 / 00:00
Sign in

or

Don't have an account?
Sign up
Forgot password
https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts211/v4/85/2a/de/852ade58-32de-dd65-46f7-d3ed6b6097e2/mza_13131247134576501807.jpg/600x600bb.jpg
Gímaldið
Gímaldið
21 episodes
5 hours ago
Hlaðvarpsþjónusta Gímaldsins 🧡
Show more...
News
RSS
All content for Gímaldið is the property of Gímaldið and is served directly from their servers with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Hlaðvarpsþjónusta Gímaldsins 🧡
Show more...
News
Episodes (20/21)
Gímaldið
Tala ársins 2025

Hver er tala ársins 2025?

Sirkabát rýnir í tölur ársins með gestum þáttarins. Tölur ársins segja margar og ólíkar sögur. Sirkabát fékk nokkra einstaklinga til að rýna í árið, velja sína uppáhalds tölu og deila með hlustendum. 

Arndís Vilhjálmsdóttir, teymisstjóri notendaþjónustu hjá Hagstofunni
Emil Dagsson, doktorsnemi í hagfræði við Háskóla Íslands og starfsmaður deildar rannóknar og spár hjá Seðlabanka Íslands
Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur og dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands
Ingvar Örn Ákason, verkefnastjóri Handboltapassa  HSÍ
Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum
Hafsteinn Einarsson, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
Eyrún Magnúsdóttir, blaðamaður og stofnandi Gímaldsins
Karen Kjartansdóttir, samskiptafulltrúi á Veðurstofunni

Þáttastjórnendur eru Georg Gylfason og Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson

Show more...
5 hours ago
41 minutes

Gímaldið
Sirkabát - Þáttur 6

Hvað er margar mismunandi tegundir af jólabjórum til sölu í ríkinu? Í þessum jólaþætti Sirkabát taka þáttastjórnendur sér fyrir hendur að greina þróun á sölu og breytingum á úrvali á jólabjór seldur er í verslunum ÁTVR.

Show more...
1 week ago
15 minutes

Gímaldið
Heillaður af bókum – Einar Kári Jóhannsson ritstjóri

Í Bókapressunni fáum við innsýn inn í heim ritstjóra bóka í desember, en Einar Kári Jóhannsson hjá Benedikt bókaútgáfu er í viðtali við Erlu Hlynsdóttur. Fáar bækur hafa hreyft eins mikið við honum og bókin „Beðið eftir barbörunum“ – Waiting for the Barbarians eftir J. M. Coetzee.
Starfsfólk bókaútgáfa þarf að ganga í flest störf í desember. Bókaútgefendur eru eins og á hlaupabretti í desember við að halda öllu gangandi og tryggja að bækur berist í búðir, segir Einar meðal annars í viðtalinu.

Þú getur tryggt þér áskirft að Gímaldinu hér

Show more...
1 week ago
27 minutes

Gímaldið
Sirkabát - Þáttur 5

Er jólamaturinn dýrari í ár en í fyrra? Þáttastjórnendur Sirkabát útbjuggu sína eigin jólamatarkörfu og reiknuðu út vísitölu jólaveisluverðs. 

Show more...
2 weeks ago
16 minutes

Gímaldið
Jólabókaflóðið er afsprengi haftasamfélags

Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, segir jólavertíðina mikilvæga fyrir rithöfunda en bendir á í viðtali við Gímaldið að innviðirnir sem styðja við bókmenntir séu brothættir. Bókabúðir séu til að mynda fáar, sérstaklega á landsbyggðinni, og skólabókasöfn fái ekki nægt fé til að börn hafi jafnt aðgengi að nýjum bókum. Félagið hefur látið til sín taka í höfundarréttarmálum að undanförnu, en gervigreindarrisar vilja helst gleypa íslenskar bækur í sig án greiðslu. Þá hefur Samkeppniseftirlitið hafið formlega rannsókn á mögulegri misnotkun Storytel á markaðsráðandi stöðuð, í kjölfar kvörtunar félagsins.
Eyrún Magnúsdóttir ræðir við Margréti um jólavertíð rithöfunda, baráttumálin og breytta veröld með tilkomu gervigreindar.

Smelltu hér til að lesa ef þú ert áskrifandi

Gerast áskrifandi hér

Show more...
2 weeks ago
29 minutes

Gímaldið
Pakkað í vörn í Evrópuumræðunni – um bræðibeitur og áhrif þeirra

Úr pistli á Gímaldinu í dag: „Nú leggj­um við Ís­lend­ing­ar upp í aðra Evr­ópu­um­ræð­u. Það var vissu­lega fyr­ir­sjá­an­legt að fyrstu skref­in í henni yrð­u, líkt og í Bret­land­i, stíg­in með gíf­ur­yrð­u­m og hræðslu­á­róðri. Þetta hef­ur auð­vit­að bæði þann til­gang og þau áhrif að við sem vilj­um ræða Evr­ópu­mál, töp­um þræð­in­um og glór­unn­i, hopp­um á reiði­vagn­inn og för­um að tala um eitt­hvað allt ann­að en ætl­uð­u­m. Í stað þess að ræða kosti og galla að­ild­ar að Evr­ópu­sam­band­inu er­um við skyndi­lega í þeirri stöðu að þurfa að verja sjálf­an EES samn­ing­inn. Það sam­starf er okk­ur bæði svo mik­il­vægt og sjálf­sagt að við ætt­um ekki að þurfa að eyða tíma í að ræða það."
Eyrún Magnúsdóttir og Aðalheiður Ámundadóttir ræða um bræðibeitur, sem var valið orð ársins hjá Oxford-háskóla og um Evrópuumræðuna, sem er til umfjöllunar í pistli Aðalheiðar á Gímaldinu í dag.

Smelltu hér til að lesa ef þú ert áskrifandi

Þú getur keypt áskrift hér

Show more...
2 weeks ago
13 minutes

Gímaldið
Að skrifa barnabækur er hugsjónastarf

Auður Jónsdóttir tekur barna- og ungmennabækur til umfjöllunar í Bókapressunni að þessu sinni.

Að skrifa barnabækur er að vissu leyti hugsjónastarf því höfundur barnabókar fær talsvert minna fyrir hvert selt prentað eintak, einfaldlega vegna þess að barnabækur eru oft töluvert ódýrari en skáldsögur fyrir fullorðna. Þannig þarf fólk sem einbeittir sér að þessu mikilvæga – og í raun vanþakkláta – starfi að skrifa fyrir börn og unglinga sérstaklega á því að halda að samfélagið komi til móts við það og starf þess.

Í Bókapressuna mættu tveir kröftugir höfundar sem skrifað hafa fyrir yngri kynslóðir og getið sér gott orð, svo vægt sé til orða tekið. Þetta eru þau Arndís Þórarinsdóttir og Gunnar Theodór Eggertsson. Nú í ár eru þau bæði að gefa út ungmennabækur, hún er að gefa út bókina Sólgos og hann er að gefa út tvær bækur: Álfareiðina en líka Jólabókaorminn, ásamt eiginkonu sinni Yrsu Þöll Gylfadóttur.

Lestu hér ef þú ert áskrifandi: Skortur á innsýn stjórnvalda – og stefnu

Smelltu hér til að gerast áskrifandi að Gímaldinu 

Show more...
2 weeks ago
56 minutes

Gímaldið
Fólk með heilabilun þarf stuðning en ekki útskúfun. Veðmálafyrirtæki færa sig upp á skaftið í íþróttunum.

Gímaldið hefur fjallað um heilabilunarsjúkdóma undanfarna daga. Fólk sem greinist ungt með heilabilun upplifir útskúfun af vinnumarkaði þegar það þyrfti í raun að fá skilning og rými til að átta sig á hlutunum.
Við fjöllum í dag um verðmálafyrirtæki sem ganga sífellt lengra í því að komast að í íþróttaheiminum. Eistneskt körfuboltafélag, frá bænum Keila í Eistlandi, sem atti kappi við Tindastól í vikunni heitir í raun fullu nafni Keila Coolbet. Nafni félagsins var breytt fyrir tveimur árum í takt við óskir stærsta stuðningsaðila félagsins.
Gímaldið er áskriftarmiðill, en hægt er að gerast áskrifandi hér. 

Show more...
2 weeks ago
22 minutes

Gímaldið
Krakkar eru ekki hræddir við neitt!

Skáldaparið Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðarson eru bæði þekkt fyrir magnaðar skáldsögur, óhrædd við að beita rödd sinni. En þegar þau voru að lesa fyrir krakkana sína uppgötvuðu þau að krakkar eru ekki hræddir við neitt! Því byrjuðu þau að skrifa hrollvekjandi sögur fyrir krakka, svokallaðar hrekkjavökusögur sem komu út sem hljóðbækur hjá Storytel, fjórar bækur í fyrra og tvær í haust; en nú er ein hryllingssagan þeirra að koma út á prenti, gefin út af Sögum-útgáfu, sú fyrsta í barnabókaseríu.
Auður Jónsdóttir ræðir við Bergþóru og Braga í þættinum Bókapressan.

Show more...
3 weeks ago
49 minutes

Gímaldið
Sirkabát - Þáttur 4

Í nýlegri tilkynningu frá barna- og menntamálaráðherra kemur fram að „áætlað sé að eitt af hverjum tíu börnum á Íslandi búi við fátækt.“ Er þessi tala rétt? 
Þáttastjórnendurnir Georg Gylfason og Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson ræða við Kolbein H. Stefánsson prófessor við HÍ um rannsóknir og mælingar á fátækt. 

Show more...
3 weeks ago
29 minutes

Gímaldið
Sirkabát - Þáttur 3

Landsmönnum hefur fjölgað hratt á undanförnum árum og mannfjöldaspá Hagstofu Íslands spáir því að landsmenn gætu slagað í hálfa milljón á eftir um það bil tvo áratugi. Hversu nákvæm er þessi spá?  Á hvaða gögnum byggir hún? Og hvernig ber túlka hana? Þessum spurningum og fleirum munu þáttastjórnendur leitast við að svara í þriðja þætti Sirkabát.

Show more...
1 month ago
24 minutes

Gímaldið
Ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir, ráðherra íhugar nýja rannsóknarnefnd og vangaveltur um Ísland sem nýlendu

Lán eða ekki lán? – Ný leið til fjármögnunar er til skoðunar hjá Neytendastofu og Seðlabanka Íslands. Ráðherra dómsmála íhugar að setja á fót rannsóknarnefnd kvennamorða. Þetta kemur fram í aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda.
Eyrún Magnúsdóttir og Aðalheiður Ámundadóttir ræða um efni Gímaldsins. 

Show more...
1 month ago
17 minutes

Gímaldið
Andri Snær Magnason: Bók þarf mikilvægt erindi til að hafa skriðþunga

„Ég hef alltaf þurft mikið erindi til að skrifa,” segir Andri Snær Magnason rithöfundur í viðtali við Auði Jónsdóttur í Bókapressunni. Hann ræðir nýja bók sína, Jötunstein, arkitektúr og tengsl byggingarsögunnar við tíðarandann.

Show more...
1 month ago
54 minutes

Gímaldið
Sigrar og áskoranir í málefnum fatlaðs fólks

Stór hópur fatlaðs fólks fær ekki, fötlunar sinnar vegna, rafræn skilríki og getur þar af leiðandi ekki fylgt sínum málum eftir, til að mynda þegar kemur að heilsufari, fjármálum eða menntun. 

Þetta er staðan í dag þrátt fyrir að fjórir ráðherrar hafi vorið 2023 undirritað viljayfirlýsingu um þróun á lausnum að rafrænu aðgengi fyrir fatlað fólk. 

Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, segir í viðtali við Gímaldið að það sé miður að þessi mál séu ekki enn komin í lag. „Það er ofboðslega sorgleg staðreynd því þarna var í rauninni verið að búa til heim sem á að veita fólki meira öryggi, með þessum rafrænu skilríkjum, en það er á kostnað annarra,“ segir hún og vísar til þessa aðgengisskorts fatlaðs fólks að stafrænni þjónustu. 

Show more...
1 month ago
21 minutes

Gímaldið
Þolinmóðasti flokkur landsins bíður færis

Framsóknarflokkurinn hlaut verstu kosningu í sögu flokksins í síðustu alþingiskosningum og er frekar vansæll í sinni stjórnarandstöðu. Formannskosningar eru framundan og flokkurinn vinnur að því að finna sína fótfestu á pólitíska litrófinu að nýju.
Eyrún Magnúsdóttir og Aðalheiður Ámundadóttir ræða um Framsóknarflokkinn, en Gímaldið birtir ítarlegar greiningu á stöðu flokksins og rýnir í möguleika hans til framtíðar með Ólafi Þ. Harðarsyni.
Hér geta áskrifendur lesið greiningu Gímaldsins á Framsóknarflokknum. 


Show more...
1 month ago
29 minutes

Gímaldið
Sirkabát - Þáttur 2

Í öðrum þætti Sirkabát ræða Georg Gylfason og Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson við þau Ara Klæng Jónsson, doktor í félags- og lýðfræði og Jóhönnu Gunnarsdóttur, forstöðumann fræðasviðs á fæðinga- og kvenlækningasviði. 
Þýðir hækkandi meðalaldur kvenna þegar þær eignast fyrsta barn endilega að frjósemi minnki? Hvað þýðir það að frjósemi sé minni meðal erlenda kvenna en íslenskra? Þessum spurningum og fleirum er velt upp með sérfræðingunum

Show more...
1 month ago
28 minutes

Gímaldið
Sirkabát - Þáttur 1

Í Sirkabát skoða Georg Gylfason og Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson tölur úr fréttum og þjóðfélagsumræðunni og spyrja sig: Er umræðan rétt? Er hún röng? Eða svona sirkabát?

Í fyrsta þættinum skoða þeir tölur Hagstofu Íslands um frjósemi kvenna á Íslandi. Hvað þýðir það þegar Hagstofan segir að frjósemi var 1,56 árið 2024? Hvernig hefur þetta breyst með árunum? Hefur breytt samsetning þjóðarinnar undanfarinn áratug áhrif á þessa mælingu?

Show more...
1 month ago
17 minutes

Gímaldið
Beðið eftir Guðlaugi og Sanna heimilislaus

Oddvitarnir og flokkarnir í borginni

Und­ir­bún­ing­ur fyr­ir val á lista fyr­ir kosn­ing­ar til sveitar­stjórna er nú í full­um gangi hjá flokk­un­um. Það hef­ur gu­stað um marga odd­vita í Reykja­vík­ur­borg á kjör­tíma­bil­inu og þótt flest­ir þeirra vilji gefa kost á sér aft­ur er all­ur gang­ur á því hvort flokks­fé­lag­ar þeirra vilji veita þeim braut­ar­geng­i.

Samkvæmt samantekt Gímaldsins má ætla að farnar verði fjölbreyttar leiðir við val á lista; leiðtogakjör, prófkjör, uppstilling og röðun í flokksráðum. Þessar leiðir og fleiri eru til umræðu í flokkunum.

Hjá Sjálfstæðisflokki bíða margir eftir ákvörðun Guðlaugs Þórs um hvort hann fer í leiðtogaslag við Hildi Björnsdóttur. Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalista á ekki heima í sínum flokki og útilokar framboð fyrir hann en vill halda áfram í borginni. Því hefur verið velt upp hvort hún fari fram sem óháð, jafnvel með Samfylkingunni. 

Aðalheiður Ámundadóttir og Eyrún Magnúsdóttir rýna í stöðuna í borginni.

Show more...
1 month ago
26 minutes

Gímaldið
Bókapressan - Þáttur 2

Annar þáttur Bókapressunnar er kominn í loftið. Auður Jónsdóttir og Kristján Hafþórsson fá til sín Tómas Hermannsson útgefanda hjá Sögum. Hann hefur staðið að útgáfu ótal bóka um fótbolta og körfubolta, svo eitthvað sé nefnt, og segir skipta máli að börn fái bækur sem þeim þyki gaman að lesa og veki hjá þeim áhuga. 

Show more...
1 month ago
46 minutes

Gímaldið
Gímaldið - 5. nóvember 2025

Zohran Mamdani er nýr borgarstjóri í New York. Hverju breytir kjör hans fyrir Demókrata og bandarísk stjórnmál? Aðalheiður Ámundadóttir og Eyrún Magnúsdóttir ræða þessa nýjustu stjörnu bandarískra stjórnmála, viðspyrnuna gagnvart Trumpismanum og skoða hvaða áhrif þessar sviptingar vestra hafa á íslenska pólitík. 

Show more...
1 month ago
32 minutes

Gímaldið
Hlaðvarpsþjónusta Gímaldsins 🧡